Síðasti leikurinn í undanúrslitum Bikarkeppni liða fer fram á morgun föstudaginn 11. apríl þegar ÍA tekur á móti KFR-Lærlingum í Keilusalnum á Skaganum. Þá ræðst hverjir mæta ÍR-KLS í úrslitaleiknum sem fer fram í Keiluhöllinni í Egilshöll miðvikudaginn 23. apríl kl. 19:00.
Í kvennaflokki eru bikarmeistararnir KFR-Valkyrjur búnar að tryggja sér sæti í úrslitunum á móti ÍR-Buff, en þær lögðu KFR-Afturgöngurnar í 3 – 0 í undanúrslitunum.