Akureyri Open 2014

Facebook
Twitter

Akureyri Open 2014 verður haldið í Keilunni á Akureyri á sumardaginn fyrsta fimmtudaginn 24 apríl og hefst keppni kl 16:30. Keppt verður með og án forgjafar í karla og kvennaflokkum og verðlaun veitt fyrir 3 efstu sætin í hverjum flokki. Spilaðir verða 4 leikir og sigrar sá/sú sem hefur hæstu seríuna. Olíuburður verður „2010 EBT 09 – Bowltech Aalborg International 38 fet“ eða sá sami og keppt er með í Íslandsmóti liða.
Skráning verður í keilunni Akureyri fyrir miðvikudaginn 23 apríl kl. 22:00 eða á netfangið [email protected]
Mótið er opið öllum og þáttökugjald er 2.500,-kr
 

Nýjustu fréttirnar