Magnús Magnússon ÍR og Guðný Gunnarsdóttir ÍR áunnu sér í dag rétt til þátttöku á 50. Qubica AMF Bowling World Cup heimsbikarmóti einstaklinga sem ekki er vitað enn hvar fer fram. Sjá nánar um Qubica AMF Bowling World Cup mótið á heimasíðu QubicaAMF
Úrslitakeppni AMF mótaraðarinnar í keilu fór fram í Keiluhöllinni í Egilshöll í dag. Þar áttu keppnisrétt 10 stigahæstu keppendurnir úr öllum þremur AMF mótum vetrarins og spiluðu einfalda umferð allir við alla. Að því loknu kepptu fjórir efstu keppendurnir til úrslita, en það voru Arnar Sæbergsson ÍR, Hafþór Harðarson ÍR, Magnús Magnússon ÍR og Bjarni Páll Jakobsson ÍR. Í fyrsta leik kepptu Bjarni Páll og Magnús og vann Magnús með 202 á móti 200. Magnús keppti því næst við Hafþór og vann þann leik með 203 á móti 140. Að lokum keppti Magnús við Arnar og vann hann með 247 á móti 182. Guðný Gunnarsdóttir ÍR náði bestum árangri kvenna í mótaröðinni á þessu keppnistímabili og endaði í 8. sæti. Sjá stöðuna eftir undanúrslitin
Í dag fór fram seinni riðillinn og þar með varð ljóst hverjir unnu forgjafarhluta mótsins, en þar voru efst Björn Birgisson með 1383, Katrín Fjóla Bragadóttir með 1371 og Andri Freyr Jónsson með 1352. Sjá röð með forgjöf og vegna AMF.
10 efstu án forgjafar kepptu svo eftir hádegi allir við alla til að reyna að vinna sér inn rétt í lokamótið á morgun sunnudag. Sjá meira.
Hafþór Harðarson var sá eini sem spilaði betur en Björn og Katrín Fjóla og tryggði sig þar með efstur inn í allir við alla eftir hádegið með seríu uppá 1358.
Efstir í allir við alla voru Freyr Bragason með 2004 og 180 í bónus, Björn Birgisson með 2008 og 160 í bónus og Andrés Páll með 1744 og 100 í bónus. Sjá stöðu og leiki.
Að loknum leik rétt fyrir klukkan þrjú var svo ljóst hverjir höfðu náð að tryggja sig áfram í lokaúrslitin, sjá stigatöflu.