Baráttan heldur áfram í 1. deild kvenna, en 19. umferðin fór fram þriðjudaginn 1. apríl. KFR-Valkyrjur sóttu ÍA heim á Skaganum og fór viðureign þeirra 15.5 – 4.5. Í Öskjuhlíð mættust ÍR-BK og KFR-Afturgöngurnar og eftir spennandi keppni tryggði ÍR-BK sér 11 stig á móti 9. ÍR-SK tók þar á móti ÍR-TT og lauk viðureigninni 1 – 19. Staða efstu liða er því þannig að KFR-Valkyrjur eru í 1. sæti með 262 stig, KFR-Afturgöngurnar eru í 2. sæti með 246 stig, ÍR-Buff er í 3. sæti með 243,5 stig og ÍR-TT er í 4. sæti með 242,5 stig.
Lið Íslands fyrir Evrópumót Öldunga og Triple Crown Öldunga hefur verið valið
Það verður nokkuð mikið að gera hjá öldungunum á árinu