Alois Jóhann Raschhofer andaðist í morgun á Hrafnistu, 77 ára að aldri. Alois stundaði keilu frá upphafi keilunnar á Íslandi og var margfaldur Íslandsmeistari einstaklinga og para. Honum var veitt Afreksmerki KLÍ árið 2002. Hann lék lengstum með KFR – Þröstum. Stjórn Keilusambands Íslands og félagar úr keilunni senda fjölskyldu og aðstandendum Alois innilegar samúðarkveðjur.
Lið Íslands fyrir Evrópumót Öldunga og Triple Crown Öldunga hefur verið valið
Það verður nokkuð mikið að gera hjá öldungunum á árinu