Þriðji leikdagur á Íslandsmóti félaga fór fram í Keiluhöllinni Öskjuhlíð mánudaginn 17. mars s.l. Staðan er nú þannig að ÍR-karlar hafa aukið forystuna á toppnum í Opna flokknum og eru með 135,5 stig eftir 19 leiki. KR-karlar eru komnir í 2. sætið með 109 stig eftir 18 leiki og ÍR-konur eru í 3. sæti með 106,5 stig eftir 18 leiki. ÍR-konur eru í efsta sætinu í kvennaflokki með 52 stig eftir 7 leiki, KFR-konur eru í 2. sæti með 40 stig eftir 6 leiki, ÍA-konur eru í 3. sæti með 12 stig eftir 6 leiki og ÍFH-konur eru í 4. sæti einnig með 12 stig eftir 6 leiki.
Lið Íslands fyrir Evrópumót Öldunga og Triple Crown Öldunga hefur verið valið
Það verður nokkuð mikið að gera hjá öldungunum á árinu