Tveir leikir hafa nú farið fram í 4 liða úrslitum Bikarkeppni liða. ÍR-BK tók á móti ÍR-Buff í Öskjuhlíðinni og vann ÍR-Buff viðureignina örugglega 3 – 0 með 1.957 á móti 1.796. KR-D tók einnig á móti ÍR-KLS í Öskjuhlíðinni og vann ÍR-KLS viðureignina með nokkrum yfirburðum 3 – 0 með 2.330 á móti 2.048.
KFR-Valkyrjur taka síðan á móti KFR-Afturgöngunum í Keiluhöllinni í Egilshöll miðvikudaginn 26. mars, en leikur ÍA og KFR Lærlingar mun fara fram í Keilusalnum á Skaganum föstudaginn 11. apríl n.k.