Meistarakeppni ungmenna 5. umferð

Facebook
Twitter

Fimmta og síðasta umferð Meistarakeppni ungmenna fer fram í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð laugardaginn 22. mars og hefst keppni kl. 9:00. Keppendur í 1., 2. og 3. flokki spila 6 leiki, en keppendur í 4. og 5. flokki spila 3 leiki. Sjá stöðuna eftir 4. umferð

 

5. umferð Meistarakeppni ungmenna fer fram í Keiluhöllinni Öskjuhlíð laugardaginn 22. mars 2014.

Í Meistarakeppni ungmenna taka þátt börn og ungmenni, 20 ára og yngri sem æfa hjá keilufélögunum og er skráning í mótið hjá þjálfurum félaganna. Keppni í Meistarakeppni ungmenna í keilu fer fram u.þ.b. mánaðarlega yfir veturinn, sjá leikdaga í dagskrá 

Keppt er í fimm aldursflokkum:
1. flokkur 18 – 19 – 20 ára
2. flokkur 15 – 16 – 17 ára
3. flokkur 12 – 13 – 14 ára
4. flokkur 9 – 10 – 11 ára
5. flokkur 7 – 8 ára

Miða skal við afmælisár, en keppendur halda sínum flokki fram yfir áramótin og til loka móts.

Raðað er í sæti eftir heildarskori í hverjum flokki í hverri umferð. Stig eru gefin fyrir öll sæti í hvert skipti. Stigagjöf er eftirfarandi:
1. sæti hlýtur 12 stig
2. sæti hlýtur 10 stig
3. sæti hlýtur 8 stig
4. sæti hlýtur 7 stig
5. sæti hlýtur 6 stig
6. sæti hlýtur 5 stig
7. sæti hlýtur 4 stig
8. sæti hlýtur 3 stig
9. sæti hlýtur 2 stig
10. sæti og neðar hlýtur 1 stig

Sjá nánar í regluferð um Meistarakeppni ungmenna

Nýjustu fréttirnar