Íslandsmeistarar einstaklinga með forgjöf 2014

Facebook
Twitter
Andrea Björk Sigrúnardóttir ÍR og Matthías Leó Sigurðsson ÍA eru Íslandsmeistarar einstaklinga með forgjöf 2014 og er þetta í fyrsta sinn sem þau vinna þennan titil. Í 2. sæti voru Karenina Kristín Chiodo ÍFH og Hrafn Sabir Khan ÍR og í 3. sæti voru Laufey Sigurðardóttir ÍR og Eiríkur Garðar Einarsson ÍR. Óskum við þeim öllum til hamingju með árangurinn.
Sjá leiki og stöðu kvenna HÉR og ÞAR, en karla HÉR og ANNARSSTAÐAR.

 

Keppni á Íslandsmóti einstaklinga í keilu með forgjöf 2014 fór fram í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð og Keiluhöllinni í Egilshöll dagana 8. – 11. mars. Alls tóku 18 konur og 36 karlar þátt í forkeppni mótsins og er það fjölgun um 8 frá síðasta ári. Í forkeppninni var spilað annan daginn í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð og hinn daginn í Keiluhöllinni í Egilshöll, en keppni í milliriðli, undanúrslitum og úrslitum fór fram í Keiluhöllinni í Egilshöll.

 

Nýjustu fréttirnar