

Keppni á Íslandsmóti einstaklinga í keilu með forgjöf 2014 fór fram í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð og Keiluhöllinni í Egilshöll dagana 8. – 11. mars. Alls tóku 18 konur og 36 karlar þátt í forkeppni mótsins og er það fjölgun um 8 frá síðasta ári. Í forkeppninni var spilað annan daginn í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð og hinn daginn í Keiluhöllinni í Egilshöll, en keppni í milliriðli, undanúrslitum og úrslitum fór fram í Keiluhöllinni í Egilshöll.