Þá er milliriðli lokið og hefur staðan á toppnum breyst aðeins. Efstar voru Karenina Chiodo með 898/2554, Berglind Scheving með 775/2431 og Andrea Björk Sigrúnardóttir með 833/2427. Átti Karenina góðan dag með meðaltal án forgjafar uppá 177,5.
Efstir voru Hrafn Sabir Khan með 897/2498, Eiríkur Garðar Einarsson með 793/2488 og Matthías Leó Sigurðsson með 821/2467. Átti Hrafn góðan dag með meðaltal án forgjafar uppá 181. Sjá stöðu dagsins HÉR.
Þá er forkeppninni lokið og breyttist staðan á efstu mönnum og konum aðeins á milli daga.
Efstar eru Berglind Scheving, með hærri síðasta leik, og Karenina Kristín Chiodo með 1656 og Laufey Sigurðardóttir með 1634.
Efstir karla eru Eiríkur Garðar Einarsson með 1695, Svavar Þór Einarsson með 1677 og Atli Þór Kárason með 1662, í fjórða sæti er svo yngsti keppandinn á mótinu Matthías Leó Sigurðsson með 1646. Sjá stöðu og leiki bæði karla og kvenna HÉR.
Þá er lokið fyrri degi forkeppninnar á Íslandsmóti einstaklinga með forgjöf 2014.Efstar hjá konunum eru Andrea Björk Sigrúnardóttir með 834, Steinunn M. Arnórsdóttir með 826 og Jóhanna Guðjónsdóttir með 824, þær sem eru næstar inn í 12 manna hópinn vantar 5 og 37 pinna. Sjá stöðuna hér.Efstir hjá körlunum eru Þórarinn Már Þorbjörnsson með 903, Atli Þór Kárason með 881 og Eiríkur Garðar Einarsson með 859, þeir sem eru næstir inn í 12 manna hópinn vantar 5 og 19 pinna. Sjá stöðuna hér.
Forkeppnin fer fram í Keiluhöllinni Öskjuhlíð og Egilshöll laugardaginn 8. og sunnudaginn 9. mars og hefst kl. 10:00 báða dagana. Spilaðir eru 8 leikir í forkeppninni, 4 leikir í hvoru húsi og komast efstu 12 keppendurnir úr hvorum flokki áfram í milliriðil. Keppni í milliriðili fer fram í Keiluhöllinni Egilshöll mánudaginn 10. mars og hefst kl. 19:00 og spila keppendur 4 leiki og komast efstu 6 keppendurnir úr hvorum flokki áfram í undanúrslit. Keppni í undanúrslitum fer fram í í Keiluhöllinni Egilshöll þriðjudaginn 11. mars og hefst kl. 19:00. Í undanúrslitunum er keppt maður á móti manni 5 leikir með bónusstigum fyrir unninn leik. Efstu 2 keppendurnir spila síðan til úrslita sem fara fram strax að loknum undanúrslitunum. Olíuburður í mótinu er WTBA Athens (40′)_12 Við útreikning á forgjöf verður miðað við nýtt allsherjarmeðaltal 28. febrúar 2014. Sjá auglýsingu