ÍR-TT á toppinn eftir 16. umferð

Facebook
Twitter

Í síðustu viku fór fram keppni í 16. umferð 1. deildar kvenna. KFR-Valkyrjur og ÍR-TT mættust í Egilshöllinni og fór viðureign þeirra 11,5 á móti 8,5, en það nægði ÍR-TT til að fara upp í toppsætið með 214,5 stig. ÍR-Buff tók á móti ÍA í Egilshöllinni og vann stórsigur 17 – 3 og það tryggði þeim 2. sætið með 211,5 stig. KFR-Valkyrjur og KFR-Afturgöngurnar sem eru búnar að sitja hjá koma síðan í næstu sætum með 210,5 stig og 208 stig. Efstu fjögur liðin eru nú komin með 40 stiga forystu á ÍR-BK sem er í 5. sæti og á einnig eftir að sitja hjá, en enn eru 6 umferðir eftir þannig að enn er möguleiki á sæti í úrslitum.

Úrslit leikja í 16. umferð voru eftirfarandi:
KFR-Skutlrunar – ÍR-SK 19 – 1
ÍFH-Elding – ÍR-BK 6 – 14
ÍR-KK – ÍR-N 8 – 12
KFR-Valkyrjur – ÍR-TT 11,5 – 8,5
ÍR-Buff – ÍA 17 – 3
KFR-Afturgöngurnar sátu hjá

Hæstu seríur umferðarinnar spiluðu Dagný Edda Þórisdóttir KFR-Valkyrjum 607, Guðrún Soffía Guðmundsdóttir ÍR-Buff 575 og Ástrós Pétursdóttir ÍR-Buff 562. ÍR-Buff spilaði hæstu seríuna 2.191 og hæsta leikinn 746.

Staðan í 1. deild kvenna að lokinni 16. umferð:
1. ÍR-TT 214,5 (15)
2. ÍR-Buff 211,5 (15)
3. KFR-Valkyrjur 210,5 (14)
4. KFR-Afturgöngurnar 208 (14)
5. ÍR-BK 167,5 (15)
6. ÍR-N 138 (14)
7. ÍFH-Elding 111 (15)
8. KFR-Skutlurnar 107 (14)
9. ÍA 100 (14)
10. ÍR-KK 93,5 (15)
11. ÍR-SK 38,5 (15)
(fjöldi leikja í sviga)

KFR-Valkyrjur eru með hæsta meðaltal liðs 172,21, KFR-Afturgöngurnar eru með 165,79, ÍR-Buff er með 167,03, og ÍR-TT er með 164,31. KFR-Valkyrjur eiga hæsta leik liðs 800 (11. umferð) og hæstu seríu liðs 2.263 (9. umferð).

Dagný Edda Þórisdóttir KFR-Valkyrjum er með hæsta meðaltal deildarinnar með 191,5 að meðaltali í 40 leikjum, Ástrós Pétursdóttir ÍR-Buff er með 177,6 að meðaltali í leik í 42 leikjum og Ragna Matthíasdóttir KFR-Afturgöngunum er með 176,3 í 39 leikjum. Í keppni um stigameistararann er Linda Hrönn Magnúsdóttir ÍR-TT með 0,800 í 45 leikjum, Guðný Gunnarsdóttir er með 0,767 í 45 leikjum og Jóna Gunnarsdóttir KFR-Afturgöngunum er með 0,764 í 36 leikjum. Dagný Edda er með hæsta fellumeðaltal deildarinnar 4,85 að meðaltali í leik, Guðný er með 4,20 og Ástrós er með 3,60. Dagný Edda á hæsta leikinn 267, Linda Hrönn á 255 og Ástrós á 245. Dagný Edda á hæstu seríuna 720, Helga Sigurðardóttir KFR-Afturgöngunum á 604 seríu og Ragna Matthíasdóttir á hæst 595. (Hér eru einungis taldir upp keppendur sem spilað hafa 21 leik eða meira og geta þar með unnið til einstaklingsverðlauna).

Sjá stöðuna eftir 16. umferð

Í 17. umferð 1. deildar kvenna sem fer fram sunnudaginn 2. mars og þriðjudaginn 4. mars tekur ÍA á móti ÍFH-Eldingu á Skaganum. ÍR-SK tekur á móti KFR-Valkyrjum og ÍR-N tekur á móti ÍR-Buff í Öskjuhlíðinnni og þar mætast einnig ÍR-BK og KFR-Skutlurnar. ÍR-TT tekur síðan á móti KFR-Afturgöngunum í Egilshöll. ÍR-KK situr hjá í 17. umferð. Sjá dagskrána í 1. deild kvenna

Seinni hluta keppnistímabilsins er spilað í olíuburðinum 2010 EBT Bowltech Aalborg International 38 fet.

Nýjustu fréttirnar