Keppni á Íslandsmóti unglinga hófst í Keiluhöllinni í Egilshöll í dag. Keppendur í 1. og 2. flokki spiluðu 6 leiki, en keppendur í 3., 4. og 5. flokki spiluðu 3 leiki. Hlynur Örn Ómarsson ÍR, Guðmundur Ingi Jónsson ÍR, Benedikt Svavar Björnsson ÍR, Aron Fannar Benteinsson ÍA og Andri Freyr Jónsson KFR spiluðu best allra keppenda í dag og spiluðu allir um og yfir 1100 í 6 leikjum. Staðan eftir fyrsta keppnisdag hér
