Bikarkeppni 4 liða úrslit

Facebook
Twitter

Í kvöld var dregið í 4 liða úrslit kvenna og karla í Bikarkeppni liða. Í 4 liða úrslitum karla mætast ÍA og KFR Lærlingar og fer leikur þeirra fram í Keilusalnum á Skaganum miðvikudaginn 12. mars. KR-D tekur hins vegar á móti bikarmeisturum ÍR KLS í Keiluhöllinni í Öskjuhlíðinni fimmtudaginn 13. mars.

Í 4 liða úrslitum kvenna taka bikarmeistararnir KFR-Valkyrjur á móti KFR-Afturgöngunum í Keiluhöllinni í Egilshöll miðvikudaginn 12. mars, en leikur ÍR BK og ÍR-Buff fer fram í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð fimmtudaginn 13. mars.

Nýjustu fréttirnar