RIG 2014 – Keppni í undanúrslitum

Facebook
Twitter

Undanúrslitum á keilumóti RIG 2014 er nú lokið. Eftir æsispennandi keppni til loka síðasta leiks var það Lisa John sem var í efsta sæti með 2.321, Magnús Magnússon ÍR komst í 2. sætið með 2.230, Hafþór Harðarson ÍR varð í 3. sæti með 2.182 eins og Skúli Freyr Sigurðsson ÍA sem varð í 4. sæti. Jo Allsebrook varð í 5. sæti með 2.142, Bjarni Páll Jakobsson ÍR varð í 6. sæti með 1.974, Arnar Sæbergsson ÍR varð í 7. sæti með 1.907, Robert Anderson varð í 8. sæti með 1.851, Alda Harðardóttir KFR varð í 9. sæti með 1.788 og Einar Már Björnsson ÍR varð í 10. sæti með 1.715. Sjá stöðuna eftir 9 leiki. Sjá leikina í undanúrslitum

Lisa John heldur forystunni eftir 8 leiki í undanúrslitum með 2.079 og er nú komin með 79 pinna forskot á  Skúla Frey Sigurðsson ÍA sem er í 2. sæti með 2.000. Magnús Magnússon ÍR er kominn í 3. sætið með 1.942 og 24 pinna forskot á Hafþór Harðarson ÍR sem er í 4. sæti með 1.918. Jo Allsebrook heldur enn 5. sætinu með 1.850. Bjarni Páll Jakobsson ÍR er kominn í 6. sætið með 1.731, Arnar Sæbergsson ÍR er í 7. sæti með 1.720, Robert Anderson er í 8. sæti með 1.680, Einar Már Björnsson ÍR er kominn í 9. sæti með 1.533 og Alda Harðardóttir KFR er í 10. sæti með 1.520. Sjá stöðuna eftir 8 leiki

Það er engin smáspilamennska í gangi í undanúrslitunum í RIG 2014. Magnús Magnússon er búinn að spila 268 og 289, hæstu leikir Lisa John eru 258 og 288. Skúli Freyr Sigurðsson er búinn að spila 255 og 279. Hæsti leikur Arnars Sæbergssonar er 279 og hæsti leikur Hafþórs Harðarsonar er 277. Sjá fyrstu 7 leikina í undanúrslitunum.

Eftir 7 leiki í undanúrslitum er Lisa John komin upp í efsta sætið með 1.773 og er með tvo pinna á Skúla Frey Sigurðsson ÍA sem er í 2. sæti með 1.771. Hafþór Harðarson ÍR er í 3. sæti með 1.690 og hefur 9 pinna forskot á Magnús Magnússon ÍR er í 4. sæti með 1.681 og Jo Allsebrook er í 5. sæti með 1.590. Arnar Sæbergsson ÍR er kominn í 6. sæti með 1.527, Robert Anderson er í 7. sæti með 1.502, Bjarni Páll Jakobsson ÍR er í 8. sæti með 1.491, Alda Harðardóttir KFR er í 9. sæti með 1.353 og Einar Már Björnsson ÍR er í 10. sæti með 1.334. Sjá stöðuna eftir 7 leiki

Eftir 6 leiki í undanúrslitum er Skúli Freyr Sigurðsson ÍA enn í efsta sæti með 1.496, Lisa John er í 2. sæti með 1.457 eins og Hafþór Harðarson ÍR sem er kominn í 3. sætið. Magnús Magnússon ÍR er 10 pinnum á eftir þeim í 4. sæti með 1.447, en Jo Allsebrook er dottin niður í 5. sæti með 1.405. Robert Anderson er í 6. sæti með 1.276, Bjarni Páll Jakobsson ÍR er í 7. sæti með 1.238, Arnar Sæbergsson ÍR er í 8. sæti með 1.228, Alda Harðardóttir KFR er í 9. sæti með 1.192 og Einar Már Björnsson ÍR er í 10. sæti með 1.129  Sjá stöðuna eftir 6 leiki

Eftir fyrstu fimm leikina í undanúrslitunum er Skúli Freyr Sigurðsson ÍA kominn í efsta sætið með 1.264, Lisa John er í 2. sæti með 1.254, Jo Allsebrook er komin í 3. sæti með 1.173,  Hafþór Harðarson ÍR er í 4. sæti með 1.160, Magnús Magnússon ÍR er dottinn niður í 5. sæti með 1.138, Robert Anderson er í 6. sæti með 1.065, Arnar Sæbergsson ÍR er kominn í 7. sæti með 1.060, Bjarni Páll Jakobsson ÍR er í 8. sæti með 1.043, Alda Harðardóttir KFR er í 9. sæti með 1.010 og Einar Már Björnsson ÍR er í 10. sæti með 929. Sjá stöðuna eftir 5 leiki

Eftir fyrstu fjóra leikina í undanúrslitunum er Lisa John enn efst með1.017, Skúli Freyr Sigurðsson ÍA er í 2. sæti með 965, Magnús Magnússon ÍR er í 3. sæti með 913, Hafþór Harðarson ÍR er í 4. sæti með 899, Jo Allsebrook er í 5. sæti með 873, Robert Anderson er í 6. sæti með 857, Bjarni Páll Jakobsson ÍR er í 7. sæti með 832, Alda Harðardóttir KFR er í 8. sæti með 820, Arnar Sæbergsson ÍR er í 9. sæti með 807 og Einar Már Björnsson ÍR er í 10. sæti með 738. Sjá stöðuna eftir 4 leiki

Eftir fyrstu þrjá leikina í undanúrslitunum er Lisa John enn efst með 731, Skúli Freyr Sigurðsson ÍA er í 2. sæti með 648, Magnús Magnússon ÍR er í 3. sæti með 695, Jo Allsebrook er í 4. sæti með 674, Hafþór Harðarson ÍR er í 5. sæti með 668, Robert Anderson er í 6. sæti með 647, Alda Harðardóttir KFR er í 7. sæti með 638, Bjarni Páll Jakobsson ÍR er í 8. sæti með 631, Arnar Sæbergsson ÍR er í 9. sæti með 627 og Einar Már Björnsson ÍR er í 10. sæti með 560. Sjá stöðuna eftir 3 leiki

Eftir fyrstu tvo leikina í undanúrslitunum er Lisa John efst með 513, Jo Allsebrook er í 2. sæti með 456, Magnús Magnússon ÍR er í 3. sæti með 455, Skúli Freyr Sigurðsson ÍA er í 4. sæti með 443, Hafþór Harðarson ÍR í 5. sæti með 436, Bjarni Páll Jakobsson ÍR í 6. sæti með 433, Alda Harðardóttir KFR er í 7. sæti með 387, Robert Anderson er í 8. sæti með 381, Arnar Sæbergsson ÍR er í 9. sæti með 373 og Einar Már Björnsson ÍR er í 10. sæti með 369. Sjá stöðuna eftir 2 leiki

Sjá röð leikja í undanúrslitum.

Keppni í undanúrslitum á keilumóti RIG 2014 hófst kl. 13:30 í Keiluhöllinni í Egilshöll. Þar keppa 10 efstu keppendurnir í mótinu að loknum milliriðli og spila 9 leiki maður á mann þar sem veitt eru 20 bónusstig fyrir unnin leik og 10 bónusstig fyrir jafntefli í leik. Í undanúrslitum spila Magnús Magnússon ÍR, Robert Anderson, Lisa John, Hafþór Harðarson ÍR, Jo Allsebrook, Arnar Sæbergsson ÍR, Alda Harðardóttir KFR, Einar Már Björnsson ÍR, Bjarni Páll Jakobsson ÍR og Skúli Freyr Sigurðsson ÍA.

Staðan eftir milliriðil

Sjá stöðuna eftir forkeppni.

Keilumót Reykjavíkurleikanna, RIG 2014 fer fram í Keiluhöllinni í Egilshöll. Forkeppni mótsins fór fram laugardaginn 18. janúar (early bird), föstudaginn 24. janúar kl. 17:30 og laugardaginn 26. janúar kl. 9:00 og 13:00. Keppni í milliriðli og úrslitakeppni fer fram sunnudaginn 26. janúar kl. 10:00 og keppni í undanúrslitum hefst kl. 13:30. Olíuburður í mótinu er 2013 USBC Women’s Championships – Reno 40 fet. Sjá auglýsingu og reglugerð fyrir RIG mótið.

Mótið er jafnframt 2. umferð AMF World Cup mótaraðarinnar, en sigurvegara í karla- og kvennaflokki á mótaröðinni ávinna sér keppnisrétt á Qubica AMF World Cup 2014. Í úrslitum mótaraðarinnar eiga keppnisrétt 10 stigahæstu keppendurnir úr öllum þremur AMF mótum vetrarins. Sjá stöðuna eftir 1. umferð.

Sjá einnig heimasíðu keiludeildar ÍR, Facebook síðu keiludeildar ÍR, heimasíðu RIG, Facebook síðu RIG, síðu Reykjavíkurleikanna á mbl.is og upplýsingar um beinar útsendingar frá RIG 2014

Bein útsending verður frá riðlum forkeppninnar, keppni í milliriðli og undanúrslitum á síðunni Bowling Iceland TV1 og þar verður einnig hægt að horfa á upptökur frá keppninni. Úrslitakeppnin verður sýnd beint með lýsingu á SportTV.

Nýjustu fréttirnar