Keppni í milliriðli á keilumóti RIG 2014 hófst kl. 10:00 í morgun í Keiluhöllinni í Egilshöll. Jo Allsebrook spilaði best keppenda í morgun með samtals 1.412, Arnar Sæbergsson ÍR kom næstur með 1.347, Alda Harðardóttir KFR var þriðja með 1.268, Einar Már Björnsson ÍR var með 1.257, Bjarni Páll Jakobsson ÍR tryggði sér 9. sætið með 1.216 og Skúli Freyr Sigurðsson ÍA var síðastur inn í úrslitin með 1.201. Staðan eftir milliriðil
Fjórir efstu keppendurnir fara beint í úrslitakeppnina, en þeir eru Magnús Magnússon ÍR, Robert Anderson, Lisa John og Hafþór Harðarson ÍR.
Úrslitakeppni 10 efstu (maður á móti manni) hefst kl. 13:30 og verður sýnt beint frá keppninni á Bowling Iceland TV1 . Úrslit fjögurra efstu verður síðan sýnd í beinni útsendingu á SportTV.
Keilumót Reykjavíkurleikanna, RIG 2014 fer fram í Keiluhöllinni í Egilshöll. Forkeppni mótsins fór fram laugardaginn 18. janúar (early bird), föstudaginn 24. janúar kl. 17:30 og laugardaginn 26. janúar kl. 9:00 og 13:00. Keppni í milliriðli og úrslitakeppni fer fram sunnudaginn 26. janúar kl. 10:00 og keppni í undanúrslitum hefst kl. 13:30. Olíuburður í mótinu er 2013 USBC Women’s Championships – Reno 40 fet. Sjá auglýsingu og reglugerð fyrir RIG mótið.
Mótið er jafnframt 2. umferð AMF World Cup mótaraðarinnar, en sigurvegara í karla- og kvennaflokki á mótaröðinni ávinna sér keppnisrétt á Qubica AMF World Cup 2014. Í úrslitum mótaraðarinnar eiga keppnisrétt 10 stigahæstu keppendurnir úr öllum þremur AMF mótum vetrarins. Sjá stöðuna eftir 1. umferð.
Sjá einnig heimasíðu keiludeildar ÍR, Facebook síðu keiludeildar ÍR, heimasíðu RIG, Facebook síðu RIG, síðu Reykjavíkurleikanna á mbl.is og upplýsingar um beinar útsendingar frá RIG 2014
Bein útsending verður frá riðlum forkeppninnar, keppni í milliriðli og undanúrslitum á síðunni Bowling Iceland TV1 og þar verður einnig hægt að horfa á upptökur frá keppninni. Úrslitakeppnin verður einnig sýnd beint með lýsingu á SportTV.