Reykjavíkurleikarnir 2014, RIG The 2014 Reykjavik International Games fara fram dagana 17. – 26. janúar n.k. Keila er ein af keppnisgreinum leikanna og keppnin fram í Keiluhöllinni í Egilshöll. Fyrsti riðill í forkeppni mótsins (early bird) fer fram laugardaginn 18. janúar kl. 9:00, en aðrir riðlar í forkeppninni eru föstudaginn 24. janúar kl. 17:30 og laugardaginn 26. janúar kl. 9:00 og 13:00. Keppni í milliriðli og úrslitakeppni fer síðan fram sunnudaginn 26. janúar. Skráning í riðlana í forkeppninni er á netinu og lýkur sólarhring fyrir keppni í hverjum riðli.
Sjá einnig heimasíðu keiludeildar ÍR, heimasíðu RIG, síðu Reykjavíkurleikanna á mbl.is og Facebook síðurnar. Bein útsending verður frá keppninni á síðunni Bowling Iceland TV1 og hægt að horfa á upptökur frá keppninni. Úrslitakeppnin verður einnig sýnd beint með lýsingu á mbl.is.
Verð í forkeppninni er 4.500 kr í fyrsta riðilinn, en 5.500 kr í aðra riðla. Olíuburður í mótinu er 2013 USBC Women’s Championships – Reno 40 fet. Sjá auglýsingu og reglugerð fyrir RIG mótið.
Mótið er jafnframt 2. umferð AMF World Cup mótaraðarinnar, en sigurvegara í karla- og kvennaflokki á mótaröðinni ávinna sér keppnisrétt á Qubica AMF World Cup 2014. Í úrslitum mótaraðarinnar eiga keppnisrétt 10 stigahæstu keppendurnir úr öllum þremur AMF mótum vetrarins. Sjá stöðuna eftir 1. umferð.
Nú hafa fjórir erlendir keppendur boðað komu sína á leikana, en þeir eru Svíarnir Robert Andersson og ensku landsliðskonurnar Lisa John og Jo Allesbrook. Þess má geta að Lisa er silfurhafi frá síðasta Evrópumóti landsmeistara sem fram fór í Bratislava og JoJó var í landsliði Englendinga á The World Championships í Las Vegas í Ágúst. Mikael Kanold er sænskur landsliðsmaður og hefur á tekið þátt í RIG. Robert Andersson þarf vart að kynna svo oft hefur hann glatt augu okkar á undaförnum árum. Þetta eru sterkir keppendur sem verður gaman að fylgjast með í keppni við bestu íslensku keilarana.
Joline Person-Planefors er RIG Meistari ársins 2013. Robert Andersson var í 2. sæti, Rebecka Larsen í 3. sæti og Hafþór Harðarson ÍR í 4. sæti.
Sjá einnig heimasíðu keiludeildar ÍR, Facebook síðu keiludeildar ÍR, heimasíðu RIG, Facebook síðu RIG, síðu Reykjavíkurleikanna á mbl.is og upplýsingar um beinar útsendingar frá RIG 2014
Bein útsending verður frá riðlum forkeppninnar og keppni í milliriðli á síðunni Bowling Iceland TV1 og hægt að horfa á upptökur frá keppninni. Úrslitakeppnin verður einnig sýnd beint með lýsingu á mbl.is.