Að loknum 10. umferðum í 3. deild karla á Íslandsmóti liða er KR-D í efsta sæti deildarinnar með nokkuð örugga forystu eða 159,5 stig. ÍFH-Múrbrjótur er í 2. sæti með 127,5. stig og ÍR-Gaurar eru í 3. sæti með 124,5 stig. Sjá nánar stöðuna í deildina eftir 10. umferð. Skipt verður um olíuburð frá og með næstu umferð og spilað í 2010 EBT Bowltech Aalborg International 38 fet það sem eftir er keppnistímabilsins.
Umfjöllun Hannesar Jóns Hannessonar um 10 umferð
Þriðja deildin lék einnig í kvöld.
Þar fóru ÍR Fagmenn með sigur á ÍFH Stuðboltum í öllum þremur leikjunum 628-567, 701-507 og 527-492. 1854-1566 eða 17-3
KR D spilaði við ÍFH Múrbrjót þar tóku KR ingar fyrstu tvo leikina 784-637 727-635 en töpuðu síðasta 677-725. KR D 2188 gegn 1997 eða 14-6.
KR ingar halda toppsætinu ÍFH Múrbrjótur er í öðru sæti og ÍR Gaurar í þriðja.
Sjá nánar stöðuna í deildina eftir 10. umferð.