9. umferð 2. deildar karla

Facebook
Twitter

Keppni í 9. umferð 2. deildar karla fór fram í Keiluhöllinni Egilshöll og Öskjuhlíð mánudaginn 6. janúar. ÍR-L heldur toppsætinu með 133 stig, ÍR-Broskarlar eru í 2. sæti með 126 stig og ÍR-A er í 3. sæti með 118,5 stig. Sjá stöðuna í deildinni eftir 9. umferð Mótið er nú hálfnað og skipt verður um olíuburð frá og með næstu umferð og seinna hluti keppnistímabilsins verður spilað í 2010 EBT Bowltech Aalborg International 38 fet. Sjá umfjöllun Hannesar Jóns Hannessonar um spilamennsku umferðarinnar

 Menn komu misbrattir undan jólum og áramótum og óvænt úrslit litu dagsins ljós.

 Í Egilshöll spiluðu ÍR A og Naddóður þar mættu bæði lið með þrjá spilara ÍR A vann nokkuð örugglega 1876-1556 17 gegn 3 (aðrar upplýsingar er ég ekki með).

 ÍR L og Þrestir spiluðu á brautum 5 og 6 þar byrjuðu ÍR L af miklum krafti og unnu fyrstu tvo leikina 687-632 og 824-626 frábær spilamennska í öðrum leik en síðasti leikurinn rann þeim svo úr greipum í síðustu tveimur römmunum og töpuðu 621-655. Þrestir nældu sér því í 6 stig gegn 14 ÍR L 1913-2132.   Bjarki Sigurðsson með 243 leik en Birgir Kristinsson með hæsta seríu 612.

 JP Kast tók á móti ÍR T á brautum 7 og 8. ÍR T byrjaði af miklum krafti og unnu fyrsta leikinn örugglega 770-673 annar leikurinn var aðeins meira spennandi en ÍR T hafði þar einnig sigur 684-662 síðasti leikurinn endaði með sigri JP Kasts 700-647. Leikar enduðu 2101-2035 fyrir ÍR T sem náði í 13 stig gegn 7.  Hörður með hæstan leik og seríu 218 og 613.

 ÍR Broskarlar tóku á móti Keilu.is á brautum 9 og 10. Þar sem Keila.is hafði sigur í síðasta ramma í fyrsta leik 667-654 Broskarlar hertu sig í næstu tveimur leikjum 723-645 og 690-642. Broskarlar fóru með sigur 2067-1954 eða 13-7.  Stefán Þór Jónsson með hæsta leik og seríu 225 og 575.

 ÍR Nas tóku síðan á móti Blikkurum á 11 og 12. Þar byrjuðu Nas menn á sigri 680-634 töpuðu öðrum leiknum 649-676 þriðji leikurinn var síðan æsispennandi en endaði með sigri Blikkara 718-703.
 Heildin fór þó þannig að Nas vann með 2032-2028 en fengu þó ekki nema 9 stig.  Jafet með hæstan leik og seríu 206 og 568.

Þetta þýðir að liðin halda flest sömu sætum einungis Þrestir og ÍR T hafa sætaskipti.

 1.ÍR L 133
 2.ÍR Broskarlar 126
 3.ÍR A 118,5
 4.KFR JP Kast 103,5
 5.ÍR Blikk 85,5
 6.ÍR T 82,5
 7.KFR Þröstur 79,5
 8.ÍR Keila.is 66
 9.ÍR Nas 63
 10.ÍR Naddóður 42,5

Sjá stöðuna í deildinni eftir 9. umferð

Sjá dagskrána í 2. deild karla

Nýjustu fréttirnar