Nýtt meðaltal 30. nóvember 2013

Facebook
Twitter

Birt hefur verið allsherjarmeðaltal miðað við 30. nóvember 2013

Það fer vel á því að nýútnefndir keilarar árins 2013 tróni efstir á listanum yfir meðaltalshæstu spilarana nú þegar síðasti mánuður ársins rennur upp. Hafþór Harðarson ÍR er með hæsta meðaltalið af virkum spilurum hér með 213 pinna að meðaltali í leik og einnig má geta þess að mánaðarmeðaltalið hans er 229. Guðný Gunnarsdóttir ÍR er efst á listanum yfir hæsta meðaltal kvenna með 190 pinna að meðaltali í leik og hækkar sig um 7 pinna milli mánaða.

Magnús Magnússon ÍR kemur næstur á listanum yfir karlana með 210 að meðaltali í leik og Arnar Sæbergsson ÍR er þriðji með 207 að meðaltali. Hjá konunum kemur Dagný Edda Þórisdóttir KFR önnur með 189 að meðaltali og síðan er Ástrós Pétursdóttir ÍR með 187 pinna að meðaltali í leik.

Til meðaltals teljast síðustu 100 leikir fyrir mánaðamót fyrir útreikning meðaltals. Einnig eru birt mánaðar-, vetrar- og ársmeðaltöl keppanda.. Vetrarmeðaltal er reiknað útfrá leikjum á tímabilinu 1. júní til 31. maí. Þá kemur einnig fram hve langt er síðan síðasti leikur leikmanns sem taldi til meðaltals var leikinn, í dálkinum „Óvirkir mán.“ Hægt er að skoða þróun meðaltals og hvaða leikir teljast til síðustu 100 leikja undir Tölfræði og leikmenn

Nýjustu fréttirnar