Jólamót ÍR og Nettó 2013

Facebook
Twitter

Jólamót Keiludeildar ÍR og Nettó verður haldið í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð helgina 14. og 15. desember n.k. og hefst keppni í riðlum kl. 9:00 og 10:30 báða dagana. Keppnin er einstaklingskeppni í fimm flokkum og veitt eru vegleg verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í hverjum flokki. Einnig verður hið geysivinsæla happdrætti. Spiluð er 3 leikja sería og er hægt að spila aftur og gildir þá hæsta sería. Verð er kr. 3.000 fyrir fyrstu seríuna og 2.500 kr. fyrir hverja seríu eftir það. Skráning í mótið er á netinu og hægt er að velja um fjóra riðla laugardag og sunnudag kl. 9:00 og 10:30. Olíuburður í mótinu er Beaten Path 41ft. Sjá nánar í auglýsingu.

Nýjustu fréttirnar