Röð efstu liða í 1. deild kvenna er óbreytt eftir 9. umferðina. KFR-Valkyrjur hafa aðeins styrkt stöðu sína á toppnum og eru nú með 125 stig, 3,5 stigi meira en ÍR-TT sem er í 2. sæti með 121,5 stig. KFR-Afturgöngurnar koma síðan í 3. sæti með 112,5 stig og ÍR-Buff er í 4. sæti með 108 stig. Sjá stöðuna eftir 9. umferð
Í 9. umferð sóttu KFR-Afturgöngurnar lið ÍA heim á Skaganum. Afturgöngurnar byrjuðu mun betur en gáfu eftir í síðasta leik og fór viðureign þeirra 5 – 15. Þrír leikir fóru fram í Öskjuhlíð. ÍR-BK tók á móti ÍR-TT, en eftir góða byrjun ÍR-TT snerist leikurinn við og ÍR-BK náði 6 stigum á móti 14. ÍR-N tók á móti KFR-Valkyrjum og þrátt fyrir að Dagný Edda hefði spilað hæsta leik og hæstu seríu vetrarins og Alda Harðardóttir hefði mætt til leiks náði ÍR-N 3 stigum úr viðureigninni. KFR-Skutlurnar áttu góðan dag á móti ÍR-KK og fór leikur þeirra 16 – 4. Í Egilshöllinni tók ÍR-Buff á móti ÍFH-Eldingu og þrátt fyrir góða byrjun hjá ÍR-Buff snerist dæmið við í síðasta leik og viðureignin fór 15 – 5. ÍR-SK sat hjá í þessari umferð.
Úrslit leikja í 9. umferð voru eftirfarandi:
ÍA – KFR-Afturgöngurnar 5 – 15
ÍR-BK – ÍR- TT 6 – 14
ÍR-N – KFR-Valkyrjur 3 – 17
ÍR-KK – KFR-Skutlurnar 4 – 16
ÍR-Buff – ÍFH-Elding 15 – 5
Eins og áður sagði átti Dagný Edda Þórisdóttir stórleik í umferðinni og spilaði hæsta leik vetrarins 267 og hæstu seríu vetrarins 720. KFR-Valkyrjur spiluðu einnig hæstu seríu umferðarinnar og vetrarins með 2.263. Helga Sigurðardóttir KFR-Afturgöngunum spilaði 567 seríu og Linda Hrönn Magnúsdóttir ÍR-TT spilaði 560 seríu.
Staðan í 1. deild kvenna að lokinni 9. umferð:
1. KFR-Valkyrjur 125 (8)
2. ÍR-TT 121,5 (8)
3. KFR-Afturgöngurnar 112,5 (8)
4. ÍR-Buff 108 (8)
5. ÍR-BK 89,5 (9)
6. ÍFH-Elding 83,5 (9)
7. ÍR-N 81 (8)
8. KFR-Skutlurnar 65,5 (8)
9. ÍR-KK 53 (8)
10. ÍA 45 (8)
11. ÍR-SK 15,5 (8)
(fjöldi leikja í sviga)
KFR-Valkyrjur eru með hæsta meðaltal liðs 170,67, KFR-Afturgöngurnar eru með 165,80 og ÍR-TT er með 165,10. ÍR-TT á hæsta leik liðs 770, en KFR-Valkyrjur eiga hæstu seríu liðs 2.263.
Dagný Edda Þórisdóttir KFR-Valkyrjum er nú komin með hæsta meðaltal deildarinnar með 189,36 að meðaltali í 22 leikjum. Elín Óskarsdóttir KFR-Valkyrjum er með 187,33 að meðaltali í leik í 15 leikjum og Helga Sigurðardóttir KFR-Afturgöngum er með 178,5 í 24 leikjum. Í keppni um stigameistararann er Elín er með 0,867 í 15 leikjum, Guðný Gunnarsdóttir ÍR-TT er með 0,813 í 24 leikjum og Ásdís Ósk Smáradóttir ÍR-Buff er með 0,800 að meðaltali í 5 leikjum. Dagný Edda er með hæsta fellumeðaltal deildarinnar 4,91 að meðaltali í leik, Elín er með 4,27 og Guðný er með 4,13. Dagný Edda á hæsta leik deildarinnar 267, Ástrós Pétursdóttir ÍR-Buff á 245, Guðný á 234 eins og Helga. Dagný Edda á hæstu seríuna 720, Elín kemur næst með 620 og þriðja er Helga 604 seríu.
Í 10. umferð sem fer fram þriðjudaginn 10. desember taka KFR-Skutlurnar á móti ÍR-Buff í Öskjuhlíð. Þar mætast einnig KFR-Afturgöngurnar og ÍR-N og ÍR-SK og ÍR-BK. Í Egilshöllinnitaka KFR-Valkyrjur á móti ÍR-KK og ÍR-TT tekur á móti ÍA. ÍFH-Elding situr hjá í 10. umferð.