ÍR-PLS vann KFR-Lærlinga

Facebook
Twitter

6. umferð 1. deildar karla var leikin í gær í Egilshöll og Öskjuhlíð.  

Leikur KR-C og Þórs var spilaður 12. október og lauk honum með sigri KR-C 14 – 6 þar sem Hörður Einars spilaði best KRinga 645 en Ingólfur Valdimars best norðanmanna, 670.  KR-C spilaði 2094 á móti 2027 hjá Þór.

Tveir leikir voru í Egilshöll í gærkvöldi. KFR-Stormsveitin tók á móti ÍA. Stormsveitin vann þann leik 15 – 5 og skaust við það upp í 4. sæti deildarinnar 10 stigum á undan KLS sem eiga að vísu tvo leiki inni. Valgeir Guðbjarts spilaði 620 fyrir Stormsveitina og Viktor Davíð 602 en hæstur hjá ÍA var Guðmundur Sig með 612.  Stormsveitin spilaði 2195 en ÍA 2087.

KFR-Lærlingar mættu toppliði ÍR-PLS. PLS átti ekki í teljandi vandræðum með Lærlingana og unnu 5 – 15.  Hæstir hjá PLS var Hafþór Harðar með 670 og Bjarni Páll með 610 en hjá Lærlingum var Guðlaugur með 657.  Lærlingar spiluðu 2122 en PLS 2388.

Í Öskjuhlíðnni léku KR-A og KR-B. Ekki liggur fyrir skor úr þessum leik en hann endaði með sigri KR-A 12 – 8.

Leik ÍA-W og ÍR-KLS var frestað og hefur ekki verið fundinn nýr leiktími svo vitað sé.

Nýjustu fréttirnar