Keppni í 8 manna úrslitum á QubicaAMF Bowling World Cup, heimsbikarmóti einstaklinga í hófst í morgun kl. 9:00 að staðartíma eða kl. 1:00 að íslenskum tíma. Caroline Lagrange hélt forystunni í kvennaflokki frá upphafi til enda, vann 7 leiki af 8 og endaði í 1. sæti með 9.884 pinna með bónus. Í 2. sæti var Aumi Guerra frá Dóminikanska lýðveldinu með 9.643 pinna og vann helming leikjanna eins og Cherie Tan frá Singapore sem endaði í 3. sæti með 9.371 pinna.
Dregið í bikar 16 liða, leikið 08.12.2024 kl. 09:00
Dregið var í gærkvöldi í 16 liða úrslit í bikar.