Meistarakeppni ungmenna – Úrslit 3. umferð

Facebook
Twitter

3. umferð Meistarakeppni ungmenna fór fram  í Keiluhöllinni Öskjuhlíð í morgun, laugardaginn 23. nóvember. Að þessu sinni tóku þátt 40 keppendur, 30 piltar og 10 stúlkur sem kepptu í 5 aldursflokkum. Bestu spilamennskuna í dag átti Katrín Fjóla Bragadóttir ÍR sem spilaði 1.188 eða 198,0 að meðaltali í 6 leikjum, Hlynur Örn Ómarsson ÍR sem spilaði 1.166 eða 194,33 að meðaltali og Andri Freyr Jónsson KFR  sem spilaði 1.133 188,83 að meðaltali, en þau keppa öll í 2. flokki. Sjá Úrslit 3. umferðar og stöðuna í mótinu.

4. umferð Meistarakeppni ungmenna fer fram í Keiluhöllinni Egilshöll laugardaginn 1. febrúar 2014.

Í Meistarakeppni ungmenna taka þátt börn og ungmenni, 20 ára og yngri sem æfa hjá keilufélögunum og er skráning í mótið hjá þjálfurum félaganna. Keppni í Meistarakeppni ungmenna í keilu fer fram u.þ.b. mánaðarlega yfir veturinn, sjá leikdaga í dagskrá 

Keppt er í fimm aldursflokkum:
1. flokkur 18 – 19 – 20 ára
2. flokkur 15 – 16 – 17 ára
3. flokkur 12 – 13 – 14 ára
4. flokkur 9 – 10 – 11 ára
5. flokkur 7 – 8 ára

Miða skal við afmælisár, en keppendur halda sínum flokki fram yfir áramótin og til loka móts.

Raðað er í sæti eftir heildarskori í hverjum flokki í hverri umferð. Stig eru gefin fyrir öll sæti í hvert skipti. Stigagjöf er eftirfarandi:
1. sæti hlýtur 12 stig
2. sæti hlýtur 10 stig
3. sæti hlýtur 8 stig
4. sæti hlýtur 7 stig
5. sæti hlýtur 6 stig
6. sæti hlýtur 5 stig
7. sæti hlýtur 4 stig
8. sæti hlýtur 3 stig
9. sæti hlýtur 2 stig
10. sæti og neðar hlýtur 1 stig

Nýjustu fréttirnar