Tilkynning frá stjórn Keilusambands Íslands.

Facebook
Twitter

18. nóvember 2013
 

Stjórn Keilusambands Íslands hefur ákveðið að liðum sem eiga leik þriðjudaginn 19. nóv. 2013, sé heimilt að flýta eða fresta leik vegna beinnar útsendingar frá landsleik Íslands og Króatíu sem fram fer á sama tíma.

Ástæða þykir til að veita þessa heimild þar sem um er að ræða stærsta viðburð í sögu íslensks fótbolta og því sjálfsagt að gefa leikmönnum þeirra liða sem spila eiga þetta kvöld kost á að fylgjast með honum.

Viðureignum sem frestað verður vegna þessa skal lokið fyrir næstu umferð í viðkomandi deild og rétt er að geta þess að undanþága frá því reglugerðarákvæði sem kveður á um að sækja þurfi um breytingu á leiktíma í það minnsta fimm sólarhringjum fyrir leik á eingöngu við í þetta eina skipti.

Stjórn KLÍ.

Nýjustu fréttirnar