Á morgun hefst keppni í deildum á Íslandsmóti liða eftir tæplega tveggja vikna hlé vegna annarra móta. Í 7. umferð 1. deildar kvenna tekur ÍA á móti KFR-Skutlunum á Skaganum, en í Öskjuhlíð eigast við ÍR-BK og KFR-Afturgöngurnar, ÍR-N og ÍFH-Elding, ÍR-KK og ÍR-Buff, ÍR-BK og KFR-Valkyrjur. ÍR-TT situr hjá í þessari umferð.
Í 5. umferð 1. deildar karla tekur Þór á móti ÍR-KLS á Akureyri, ÍA-W tekur á móti KFR-Lærlingum á Skaganum, KR-A tekur á móti ÍA í Öskjuhlíðinni en í Egilshöllinni eigast við KFR-Stormsveitin og KR-C, ÍR-PLS og KR-B.
Í 5. umferð 2. deildar karla mætast KFR-JP-kast og ÍR-Naddóður, KFR-Þröstur og ÍR-Keila.is í Öskjuhlíðinni, en í Egilshöllinni eigast við ÍR-A og ÍR-Blikk, ÍR-T og ÍR-Broskarlar.
Í 6. umferð 3. deildar karla tekur ÍA-B á móti ÍFH-Stuðboltum á Skaganum, í Öskjuhlíðinni mætast ÍR-Gaurar og ÍFH-Múrbrjótur og í Egilshöllinni eigast við ÍR-S og KR-D.
Sjá dagskrá og stöðuna í deildunum