Alda Harðardóttir KFR er nú byrjuð að keppa að nýju með Team X-calibur eftir barnseignarleyfi. Hún náði frábærum árangri þegar hún vann úrslitakeppni X-calibur mótsins sem haldið var í Gautaborg í Svíþjóð um síðustu helgi og vann sér inn 12.000 SEK með sigrinum. Alda spilaði frábærlega í úrslitunum og var með samtals 946 í 4 leikjum og bætti þar með Íslandsmet Sigfríðar Sigurðardóttur frá árinu 2003 um 24 pinna. Sjá úrslit mótsins
Dregið í bikar 8 liða, leikið 26.01.2025
Dregið hefur verið í 8 liða úrslitum í bikar. Viðureignirnar