Bikarmeistarar Sjóvá 2013

Facebook
Twitter

Sigurlaug Jakobsdóttir og Hafþór Harðarson, bæði úr ÍR tryggðu sér í kvöld Bikarmeistaratitla einstaklinga í keilu í Sjóvá mótinu sem fór fram í Keiluhöllinni í Egilshöll. Þetta var í annað sinn sem Sigurlaug tryggir sér þennan titil, en hún vann einnig árið 2009 og varð í 2. sæti í fyrra. Hafþór vann þennan titil annað árið í röð og í fjórða sinn alls, en hann vann einnig tvö ár í röð árin 2006 og 2007.

Bikarkeppni einstaklinga var að þessu sinni haldin undir merkjum Sjóvá í 25. sinn, sjá yfirlit yfir Bikarmeistara Sjóvá frá upphafi.

Í 2. sæti voru þau Bergþóra Rós Ólafsdóttir ÍR og Kristján Þórðarson KR. Sirrý Hrönn Haraldsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir bæði hæsta leik 232 og hæstu seríu kvenna í mótinu 588, sem hún spilaði í 8 manna úrslitum kvenna. Hafþór og Sigurbjörn Stefán Vilhjálmsson KR áttu hæstu leik karla 268 og Hafþór átti hæstu seríu í karlaflokki 727, sem þeir spiluðu í 16 manna úrslitunum karla.

Á myndinni frá vinstri Sirrý Hrönn Haraldsdóttir, Bergþóra Rós Ólafsdóttir, Sigurlaug Jakobsdóttir, Hafþór Harðarson, Kristján Þórðarson og Sigurbjörn Stefán Vilhjálmsson.

Úrslit leikja í karlaflokki

Úrslit leikja í kvennaflokki

Nýjustu fréttirnar