Í dag fór fram tvímenningskeppni á Norðurlandamóti ungmenna sem nú fer fram í Malmö í Svíþjóð.
Jesper Svensson og Markus Jansson Svíþjóð tryggðu sér gullverðlaunin í piltaflokki með 2.623 pinna, Anders Lousdal og Carsten W. Hansen Danmörku urðu í 2. sæti með 2.540 og Sami Lampo og Samu Valaranta Finnlandi urðu í 3. sæti með 2.519 pinna. Skúli Freyr Sigurðsson og Arnar Davíð Jónsson urðu í 8. sæti með 2.40 pinna og Guðlaugur Valgeirsson og Einar Sigurður Sigurðsson enduðu í 9. sæti með 2.220. Sjá úrslit tvímenningskeppni pilta
Pernille W. Rasmussen og Randi Christensen Danmörku sigruðu í stúlknaflokki með 2.514 pinna, Lisa Björklund og Jenny Wegner Svíþjóð urðu í 2. sæti með 2.398 pinna og Roosa Lundén og Sanna Pasanen Finnlandi urðu í 3. sæti með 2.390. Katrín Fjóla Bragadóttir og Ástrós Pétursdóttir urðu í 9. sæti með 2.097 pinna og Hafdís Pála Jónasdóttir og Bergþóra Rós Ólafsdóttir enduðu í 10. sæti með 1.835 pinna. Sjá úrslit tvímenningsskeppni stúlkna