ECC 2013 – Úrslit

Facebook
Twitter

small_bowling_ECC-2013.pngHafþór Harðarson ÍR endaði í 10. sæti á Evrópubikarmóti einstaklinga 2013 aðeins 17 pinnum frá sæti í úrslitunum með samtals 5.041 pinna eða 210 að meðaltali í leik eftir 24 leiki. Hafþór spilaði samtals 1.632 í síðustu 8 leikjunum og var það lægsta serían hans í mótinu, eða 204 að meðaltali í leik. Að þessu sinni komst síðasti maður inn í úrslitin með samtals 5.058 eða 210,8 að meðaltali.

Dagný Edda Þórisdóttir KFR endaði í 27. sæti með 4.378 eða 181,2 að meðaltali í leik eftir 24 leiki, en það þurfti 197 að meðaltali til að komast í úrslitin í kvennaflokki.

Finnar fögnuðu tvöföldum sigri á mótinu. Kimmo Lehtonen sigraði í karlaflokki og Sanna Pasanen í kvennaflokki en Englendingarnir Richard Teece og Lisa John máttu sætta sig við 2. sætið. Sjá heimasíðu mótsins

Nýjustu fréttirnar