ECC 2013 – Staðan eftir 16 leiki

Facebook
Twitter

small_bowling_ECC-2013.png Að loknum öðrum keppnisdegi á Evrópubikarmóti einstaklinga er Hafþór Harðarson ÍR í 8. sæti með samtals 3.409 pinna eða 213,1 að meðaltali eftir 16 leiki. Keppnin er hins vegar ennþá hörð um efstu 8 sætin í forkepnninni og þar með sæti í úrslitunum. Hafþór spilar síðustu 8 leikina í forkeppninni í seinni riðlinum á morgun, laugardag kl. 18:00 að staðartíma eða kl. 16:00 að íslenskum tíma.

Dagný Edda Þórisdóttir KFR var í 22. sæti eftir 16 leiki með 181,9 að meðaltali og hún er núna að spila 8 síðustu leikina í forkeppninni. En seinni riðilinn í kvennaflokki spilar á morgun laugardag. Sjá heimasíðu mótsins

Keppendur í 8 efstu sætunum í karlaflokki eru: Mads Sandbaekken Noregi, Dennis Eklund Svíþjóð, Emil Polanisz Pollandi, James Gruffman Svíþjóð, Kimmo Lehtonen Finnlandi, Richard Teece Englandi, Arturs Levikins Lettlandi og Hafþór Harðarson Íslandi. Anze Grabrijan Slóveníu kemur síðan í 9. sæti 14 pinnum frá 8. sætinu.

Keppendur í 8 efstu sætunum í kvennaflokki eru: Isabelle Hultin Svíþjóð, Lisa John Englandi, Sanna Pasanen Finnlandi, Daria Kovalova Úkraínu, Ivonne Gross Austurríki, Nicole Sanders Hollandi, Lauriane Celie Frakklandi og Martina Schütz Þýskalandi. Sue Abela Möltu er síðan í 9. sæti 64 pinnum frá 8. sætinu.

Nýjustu fréttirnar