Nú hefur Dagný Edda Þórisdóttir KFR lokið öðrum keppnisdegi Evrópubikarmótsins en hún keppti í langri olíu í dag. Dagný átti ágætan dag í dag en hún spilaði 1.476 í 8 leikjum og endaði daginn í samanlögðu í 22 sæti. Á morgun er svo keppt í stuttum og löngum olíuburði. Hafþór Harðarson ÍR hefur leik í fyrramálið í langri olíu kl. 7:00 að íslenskum tíma. Sjá heimasíðu mótsins
