Fyrstu leikirnir í 1. umferð Íslandsmóts félaga á keppnistímabilinu 2013 – 2014 voru spilaðir í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð mánudaginn 7. október. Að loknum þessum 6 leikjum eru KR-karlar í efsta sæti í Opnum flokki með 41 stig og ÍR-konur eru í efsta sætinu í kvennaflokki með 22 stig.
