Fyrsti leikdagur á Íslandsmóti félaga á keppnistímabilinu 2013 – 2014 fer fram í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð mánudaginn 7. október og hefst keppni kl. 19:00. Til keppni eru skráð 9 lið, karlalið frá ÍA, ÍFH, ÍR, KFR og KR og kvennalið frá ÍA, ÍFH, ÍR og KFR. Kvennalið ÍA mætir nú til keppni í Félagakeppninni í fyrsta skipti. Sjá töfluröð.
2. umferð verður spiluð í Keiluhöllinni Egilshöll mánudaginn 4. nóvember, en síðustu tvær umferðirnar verða í lok keppnistímabilsins, 3. umferð mánudaginn 17. mars 2014 í Keiluhöllinni Öskjuhlíð og 4. umferð og úrslit verða í Egilshöllinni laugardaginn 17. maí 2014. Spilaður verður hluti úr umferð hvern leikdag og situr eitt lið hjá í hverjum leik, sjá töfluröð. Olíuburður í keppninni er WTBA Atlanta 38 fet
ÍA er Íslandsmeistari félaga í Opnum flokki 2013 og KFR-Konur eru Íslandsmeistarar félaga í kvennaflokki 2013.