AMF World Cup 1. umferð 2013 – 2014

Facebook
Twitter

Fyrsta umferð AMF mótaraðarinnar 2013 – 2014 fer fram í Keiluhöllinni í Egilshöll 16., 19. og 20. október n.k. Hægt verður að velja um tvo riðla í forkeppninni, miðvikudaginn 16. október kl. 19:00 og laugardaginn 19. október kl. 9:00. 10 efstu keppendurnir án forgjafar keppa til úrslita sunnudaginn 20. október og hefst keppnin kl. 9:00. Skráning er á netfangið [email protected] og taka skal fram hvaða leikdag/-daga skráningin á við. Olíuburður í mótinu er 2007 USBC Open Championships (3340).

Þetta mót er fyrsta mótið í röð þriggja móta sem geta tryggt þátttakendum rétt til keppni um sæti  Heimsbikarmóti Qubica AMF World Cup 2014. Í úrsitum mótaraðarinnar eiga keppnisrétt 10 stigahæstu keppendurnir úr öllum þremur AMF mótum vetrarins. Sjá nánar í auglýsingu og reglugerð fyrir AMF mótin.

Arnar Sæbergsson og Guðný Gunnarsdóttir úr ÍR tryggðu sér sigurinn á AMF mótaröðinni á síðasta keppnistímabili og munu keppa fyrir Íslands hönd á heimsbikarmóti Qubica AMF World Cup 2013 sem fram fer í borginni Krasnoyarsk í Síberíu í Rússlandi í 15. – 24. nóvember n.k.

Nýjustu fréttirnar