Dagskrá unglingamóta á keppnistímabilinu 2013 – 2014 hefur nú verið birt á heimasíðu KLÍ. Að venju verður keppt í Meistarakeppni ungmenna, Íslandsmóti unglingaliða og Íslandsmóti unglinga. Fyrsta umferðin í Meistarakeppni ungmenna fer fram í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð laugardaginn 28. september n.k. og fyrsta umferðin á Íslandsmóti unglingaliða fer fram í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð laugardaginn 12. október n.k. Nánari upplýsingar og skráning í mótin er hjá þjálfurum keilufélaganna.
