Meistaramót ÍR í keilu 2013 fór fram í Keiluhöllinni Egilshöll laugardaginn 11. maí. Þátttakendur í mótinu voru alls 27 og keppt var í karla- og kvennaflokki án forgjafar og opnum flokki með forgjöf.
Ástrós Pétursdóttir og Hafþór Harðarson tryggðu sér meistaratitlana í kvenna- og karlaflokki. Í 2. sæti voru Snæfríður Telma Jónsson og Andrés Páll Júlíusson og í 3. sæti voru Guðrún Soffía Guðmundsdóttir og Hlynur Örn Ómarsson. Hörður Finnur Magnússon vann titilinn með forgjöf, í 2. sæti var Halldóra Íris Ingvarsdóttir og í 3. sæti var Arnar Ólafsson. Sjá nánar á heimasíðu Keiludeildar ÍR