Nýtt meðaltal 30. apríl 2013

Facebook
Twitter

Birt hefur verið nýtt allsherjarmeðaltal miðað við 30. apríl 2013.

Engar breytingar hafa orðið á röð efstu manna á listanum. Hafþór Harðarson ÍR er enn í efsta sætinu með 217 að meðaltali eins og Magnús Magnússon ÍR. Næstir á eftir þeim koma Robert Anderson ÍR með 214 og Arnar Sæbergsson með 210.

Guðný Gunnarsdóttir ÍR er nú komin með hæsta meðaltal kvenna 191 og hækkaði um heila 9 pinna á milli mánaða. Næstar á eftir henni koma Dagný Edda Þórisdóttir KFR með 186, Elín Óskarsdóttir KFR með 180 og Ragna Matthíasdóttir KFR með 179.

Til meðaltals teljast síðustu 100 leikir fyrir mánaðamót fyrir útreikning meðaltals. Einnig eru birt mánaðar-, vetrar- og ársmeðaltöl keppanda.. Vetrarmeðaltal er reiknað útfrá leikjum á tímabilinu 1. júní til 31. maí. Þá kemur einnig fram hve langt er síðan síðasti leikur leikmanns sem taldi til meðaltals var leikinn, í dálkinum „Óvirkir mán.“ Hægt er að skoða þróun meðaltals og hvaða leikir teljast til síðustu 100 leikja undir Tölfræði og leikmenn

Nýjustu fréttirnar