Árshátíð KLÍ var haldin í Rúbín í Öskjuhlíð laugardaginn 4. maí s.l. að viðstöddu fjölmenni, en að þessu sinni sóttu hátíðina á bilinu 110 – 120 manns. Karlalandsliðið hafði umsjón með árshátíðinni að þessu sinni og setti saman skemmtilegt myndband með nokkrum frábærum myndum frá Birgi Kristinssyni sem teknar voru á keppnistímabilinu. Myndbandið er nú komið inn á Youtube og sjá má það hér.
Hefð er fyrir því að veita verðlaun og viðurkenningar fyrir afrek keppnistímabilinu á Íslandsmóti liða á árshátíð KLÍ og hefur Hörður Ingi Jóhannsson haft veg og vanda að þessu svo lengi sem elstu menn muna. Að þessu sinni voru einnig veittar viðurkenningar fyrir helstu afrek á keppnistímabilinu í Utandeild KLÍ.
Andri Þór Goethe ÍR-A, Bergþóra Rós Ólafsdóttir ÍR-BK og Arnar Sæbergsson ÍR-KLS hlutu framfaraverðlaun deildanna. Matthías Helgi Júlíusson KR-B, Elín Óskarsdóttir KFR-Valkyrjum og Magnús Magnússon ÍR-KLS voru stigameistarar.
Verðlaun í deildum veturinn 2012 – 2013:
2. deild karla:
Hæsti leikur: Matthías Helgi Júlíusson KR-B 267
Hæsta sería: Stefán Þór Jónsson ÍR-Broskarlar 690
Hæsta meðaltal: Stefán Þór Jónsson ÍR-Broskarlar 191,8
Fellukóngur: Stefán Þór Jónsson ÍR-Broskarlar 4,58
Stigameistari: Matthías Helgi Júlíusson KR-B 0,838
Mestu framfarir: Andri Þór Goethe ÍR-A 26,2 pinna bæting.
Stjörnuskjöldur: KR-B 209 Stjörnur
Hæsti leikur liðs: KR-B 853
Hæsta sería liðs: KR-B 2388
Hæsta meðaltal liðs: KR-B 174,89
3. Sæti: ÍR-Broskarlar
2. Sæti: Þór
Meistarar: KR-B
1. deild kvenna:
Hæsti leikur: Linda Hrönn Magnúsdóttir ÍR-TT 246
Sigurlaug Jakobsdóttir ÍR-TT 246
Dagný Edda Þórisdóttir KFR-Valkyrjur 246
Hæsta sería: Guðný Gunnarsdóttir ÍR-TT 650
Hæsta meðaltal: Elín Óskarsdóttir KFR Valkyrjur) 183,6
Felludrottning: Dagný Edda Þórisdóttir KFR Valkyrjur 4,10
Stigameistari: Elín Óskarsdóttir KFR-Valkyrjur 0,843
Mestu framfarir: Bergþóra Rós Ólafsdóttir ÍR-BK Bæting um 29,2 pinna.
Stjörnuskjöldur: KFR-Afturgöngurnar 140 Stjörnur
Hæsti leikur liðs: ÍR-TT 794
Hæsta sería liðs: KFR-Valkyrjur 2167
Hæsta meðaltal liðs: KFR-Valkyrjur 166,5
3. Sæti: ÍR-Buff og KFR-Afturgöngurnar
2. Sæti: KFR-Valkyrjur
Meistarar: ÍR-TT
1. deild karla:
Hæsti leikur: Magnús Magnússon ÍR-KLS 290
Hæsta sería: Kristján Þórðarson ÍA 773
Hæsta meðaltal: Hafþór Harðarson ÍR-PLS 213,5
Fellukóngur: Hafþór Harðarson ÍR-PLS 6,47
Stigameistari: Magnús Magnússon ÍR-KLS 0,750
Mestu framfarir: Arnar Sæbergsson ÍR-KLS Bæting um 24 pinna
Stjörnuskjöldur: ÍR-PLS 247 Stjörnur
Hæsti leikur liðs: ÍA-W 948
Hæsta sería liðs: ÍA og ÍR-PLS 2607
Hæsta meðaltal liðs: ÍR-PLS 195,34
3. Sæti: ÍA og ÍA-W
2. Sæti: ÍR-PLS
Meistarar: ÍR-KLS
Utandeild
Með forgjöf
Hæsti leikur: Brynjar Guðmundsson Málning 277
Hæsta sería: Adela Y. Magno LSH 744
Hæsta meðaltal: Ásgeir Henningsson (Geirfuglar) 225,2
Hæsta meðaltal liðs: Geirfuglar 208
Stigameistari: Sigurður Bjarni Viðarsson (Málning) 2,0
Án forgjafar
Hæsti leikur: Atli Þór Kárason N1 224
Hæsta sería: Sigurbjörn Stefán Vilhjálmsson N1 583
Hæsta meðaltal: Atli Þór Kárason N1 183,1
Hæsta meðaltal liðs: Geirfuglar 193,8
3. Sæti: Steven Segal 21 stig
2. Sæti: Naddóður 30 stig
Meistarar: Amish-the way of life 33 stig