Sollumótið 2013

Facebook
Twitter

Sollumótið 2013 verður haldið í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð sunnudaginn 12. maí kl. 11:00 – 13:00. Mótið er haldið til minningar um Sólveigu Guðmundsdóttur, Sollu sem lést langt fyrir aldur fram árið 2004. Solla keppti meðal annars með Afturgöngunum, Flökkurum og Valkyrjum, var landsliðskona í keilu til fjölda ára og var fyrsti keiluþjálfari Asparinnar og algjör frumkvöðull í kynningu og eflingu keiluiðkunar fatlaðra á Íslandi.Solla var Íslandsmeistari einstaklinga árið 1999 og margfaldur Íslands- og Bikarmeistari í liðakeppni.

Keppnin fer þannig fram að keilarar frá Öspinni keppa með öðrum keilurum í tvímenningskeppni og spilaður verður einn leikur með forgjöf. Verð er kr. 1.500 kr og innifalið í verðinu er mótsgjald og veitingar að móti loknu. Skráning er hjá Theódóru Ólafsdóttur [email protected].  eða í síma 661 9585. Sjá nánar í auglýsingu hér

Nýjustu fréttirnar