Amish-the way of life tryggði sér í dag Utanmeistaratitil KLÍ í keilu eftir hörkuspennandi keppni til síðasta leik við lið Naddóðs.
Úrslitakeppni Utandeildar KLÍ fór fram í Keiluhöllinni Egilshöll í dag laugardaginn 4. maí. Til úrslita kepptu tvö efstu liðin úr hverjum riðli Utandeildarinnar, en þau voru Landsbankinn 1 og Utandeildarmeistarar síðasta árs Geirfuglar úr Riðli 1. Naddóður og Langi burður og feykjurnar úr Riðli 2 og Steven Segal og Amish-the way of life úr Riðli 3. Úrslitin urðu þau að Amish-the way of life sigraði með 33 stig, Naddóður var í 2. sæti með 30 stig og Steven Segal var í 3. sæti með 21. stig.
Lokastaðan í úrslitakeppninni:
1. sæti Amish-the way of life 33 stig
2. sæti Naddóður 30 stig
3. sæti Steven Segal 21 stig
4. sæti Landsbankinn 1 20 stig
5. sæti Geirfuglar 16 stig
6. sæti Langiburður og feykjurnar 6 stig.
Viðurkenningar fyrir keppnistímabilið hlutu:
Með forgjöf
Hæsti leikur: Brynjar Guðmundsson Málning 277
Hæsta sería: Adela Y. Magno LSH 744
Hæsta meðaltal: Ásgeir Henningsson Geirfuglar 225,2
Hæsta meðaltal liðs: Geirfuglar 208
Stigameistari: Sigurður Bjarni Viðarsson Málning 2,0
Án forgjafar
Hæsti leikur: Atli Þór Kárason N1 224
Hæsta sería: Sigurbjörn Stefán Vilhjálmsson N1 583
Hæsta meðaltal: Atli Þór Kárason N1 183,1
Hæsta meðaltal liðs: Geirfuglar 193,8
3. Sæti: Steven Segal 21 stig
2. Sæti: Naddóður 30 stig
Meistarar: Amish-the way of life 33 stig