KFR-Valkyrjur og ÍR-KLS eru Bikarmeistarar liða í keilu 2013, en liðin tryggðu sér sigur í úrslitum Bikarkeppni liða í keilu 2013 sem fóru fram í Keiluhöllinni Egilshöll í dag laugardaginn 4. maí.
KFR-Valkyrjur voru að vinna titilinn í sjötta sinn, en þær voru Bikarmeistarar 5 ár í röð á árunum 2004 til 2009. ÍR-KLS vann titililinn fjórða árið í röð og í níunda skipti alls.
Deildarmeistararnir KFR-Valkyrjur unnu stórsigur 3 – 0 á nýkýndum Íslandsmeisturum ÍR-TT í kvennaflokki og hefndu þar með ófaranna í úrslitakeppninni. KFR-Valkyrjur mættu gríðarlega ákveðnar til leiks á laugardaginn og spiluðu 760 í fyrsta leik á móti 669 hjá ÍR-TT. Annar leikurinn var meira spennandi, en lauk þó með öruggum sigri KFR-Valkyrja með 741 á móti 707. Þriðji leikurinn náði einnig að vera spennandi áður en KFR-Valkyrjur klárðuðu hann með 750 á móti 691. Samtals spiluðu KFR-Valkyrjur 2.251 sem er hreint frábær spilamennska eða 187,58 að meðaltali í leik, en ÍR-TT spilaði samtals 2.067 sem er 172,25 að meðaltali. Dagný Edda Þórisdóttir og Elín Óskarsdóttir úr KFR-Valkyrjum spiluðu báðar yfir 600 seríu. Dagný var með 617 í þremur leikjum, en Elín spilaði 606.
Nýkrýndir Deildar- og Íslandsmeistarar ÍR-KLS unnu lið ÍA-W í spennandi viðureign í karlaflokki sem fór í fjóra leiki og endaði 3 – 1. ÍR-KLS vann fyrstu tvo leikina, fyrri leikinn með aðeins 5 pinnum með 811 á móti 806 hjá ÍA-W og annan leikinn með 898 á móti 830. ÍA-W voru þó ákveðnir að gefast ekki upp og unnu þriðja leikinn með 855 á móti 800. Lið ÍR-KLS tryggði sér síðan sigurinn með stórleik í fjóða leiknum með 908 á móti 832. Samtals spiluðu ÍR-KLS 3.424 sem gerir 214 að meðaltali í leik og ÍA-W spilaði samtals 3.323 sem er 207,69. Sannarlega glæsileg spilamennska í þessum úrslitaleik. Magnús Magnússon ÍR-KLS spilaði 908 í þessum fjórum leikjum, Andrés Páll Júlíusson ÍR-KLS spilaði 852, Sigurður Þ. Guðmundsson ÍA-W spilaði 848, Árni Geir Ómarsson ÍR-KLS spilaði 836, Hörður Einarsson ÍA-W var með 834, Snorri Harðarson ÍA-W með 824, Þorleifur J. Hreiðarsson ÍA-W með 817 og Arnar Sæbergsson ÍR-KLS kom inn á í síðasta leik og spilaði 257.
Sjá einnig upplýsingar um úrslit Bikarkeppni KLÍ