ÍR-Broskarlar, Þór Akureyri, KR-B og ÍR-Blikk keppa nú í úrslitum 2. deildar karla um tvö laus sæti í 1. deild að ári og fer úrslitakeppnin fram dagana 19. – 29. apríl, sjá nánar í dagskrá og dagskrá úrslitakeppni 2. deildar karla.
Stöðuna í úrslitakeppninni má nú sjá hér
Þar sem ekki er hægt að slá inn skorið vegna tæknilegra örðugleika birtum við stöðu úr úrslitakeppni 2. deildar karla hérna ykkur til upplýsinga.
Föstudaginn 19. apríl fór fram leikur ÍR-Blikk og Þórs og fór hann 17.5 á móti 2.5 fyrir ÍR-Blikk
Laugardaginn 20. apríl fór fram leikur KR-B og Þórs og fór hann 12 á móti 8 fyrir KR-B.
Sunnudaginn 21. apríl fóru fram leikir ÍR-Broskarla og Þórs og ÍR-Blikk og KR-B og fóru báðir leikirnir 10 á móti 10.
Staðan er þá þannig að ÍR-Blikk hefur leikið 2 leiki og er með 27,5 stig. KR-B hefur leikið 2 leiki og er með 22 stig. Þór hefur leikið 3 leiki og er með 20,5 stig. og ÍR-Broskarlar hafa leikið 1 leik og er með 10 stig.