Keppni í 18. og síðustu umferðinni í 2. deild karla á Íslandsmóti liða í keilu á keppnistímabilinu 2012 – 2013 fór fram í dag. ÍR-Broskarlarnir, Þór Akureyri, KR-B og ÍR-Blikk voru búnir að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni fyrir umferðina. ÍR-Broskarlar enduðu í efsta sæti A riðils með 317 stig og Þór Akureyri varð í í 2. sæti með 305 stig. KR-B hafði mikla yfirburði í B riðli og endaði með 354 stig á toppnum og ÍR-Blikk varð í 2. sæti með 258,5 stig. Sjá nánar stöðuna í deildunum
Það verða því ÍR-Broskarlar, Þór Akureyri, KR-B og ÍR-Blikk sem keppa í úrslitum 2. deildar karla um tvö laus sæti í 1. deild að ári og fer úrslitakeppnin fram dagana 19. – 29. apríl, sjá nánar í dagskrá og dagskrá úrslitakeppni 2. deildar karla.
Úrslit leikja 21. umferðar sem fóru fram laugardaginn 13. apríl 2013 voru eftirfarandi:
ÍFH-A – KFR-KP-G 11 – 9
KFR-B – ÍR-Keila.is 2 – 18
ÍR-A – ÍR-Broskarlar 7 – 13
Þór – ÍR-Naddóður 20 – 0
KR-B – ÍFH-D 17,5 – 2.5
ÍR-NAS – ÍR-G 15 – 5
ÍR-T – ÍR-Blikk 6 – 14
KFR-Þröstur – ÍA-B 18 – 2
Lokastaðan í A riðli 2. deildar karla er þannig:
1. ÍR-Broskarlar 317 stig
2. Þór 303,5 stig
3. ÍR-A 261 stig
4. ÍR-Naddóður 251 stig
5. ÍR-Keila.is 207stig
6. KFR-KP-G 169,5 stig
7. KFR-B 99,5 stig
8. ÍFH-A 61,5 stig
Lokastaðan í B riðli 2. deildar karla er þannig:
1. KR-B 354 stig
2. ÍR-Blikk 258,5 stig
3. ÍR-NAS 235 stig
4. ÍR-T 200,5 stig
5. KFR-Þröstur 196,5 stig
6. ÍFH-D 154,5 stig
7. ÍR-G 148 stig
8. ÍA-B 130,5 stig
Stefán Þór Jónsson ÍR-Broskörlum er með hæsta meðaltal í deildinni í vetur 191,8 að meðaltali í leik í 36 leikjum. Sigurður Valur Sverrisson KFR-Þröstum kemur næstur með 185,8 að loknum 24 leikjum og Magnús Reynisson KR-B er þriðji með 176,7 að meðaltali í 62 leikjum. Matthías Helgi Júlíusson KR-B er efstur í stigakeppninni með 0,838 stig að meðaltali og síðan kemur Stefán Þór með 0,833 og Guðmundur Konráðsson Þór er þriðji með 0,825 . Stefán Þór er með hæsta fellumeðaltal deildarinnar 4,58 að meðaltali í leik, Ingólfur Ómar Valdimarsson Þór kemur næstur með 4,26 og þriðji er Matthías Helgi með 4,16 fellur að meðaltali í leik. Matthías Helgi hefur spilað hæsta leik í deildinni í vetur 267, næstur kemur Stefán Þór með 257 og síðan Sigurður Valur með 255. Stefán Þór hefur spilað hæstu seríu vetrarins 690, Ólafur Guðmundsson KR-B kemur næstur með 650 og Gunnar Þór Gunnarsson í Þór hefur spilaði 649. Sjá nánar stöðuna í deildunum
Úrslitakeppni 2. deildar karla fer þannig fram að tvö efstu liðin úr hverjum riðli komast í úrslitakeppni þar sem leikin skal tvöföld umferð, heima og heiman, með sömu stigagjöf og í forkeppninni. Sjá nánar í reglugerð um Íslandsmót liða