KFR-Valkyrjur eru Deildarmeistarar 1. deildar kvenna 2013 með 270,5 stig. ÍR-TT er komið í 2. sæti með 244,5 stig og aðeins einu stigi á eftir eru KFR-Afturgöngurnar í 3. sæti með 243,5 stig. ÍR-Buff kemur síðan í 4. sæti með 221 stig og einnig öruggt sæti í úrslitakeppninni.
Í 18. og síðustu umferð sem fer fram laugardaginn 13. apríl kl. 15:30 tekur ÍR-KK á móti KFR-Valkyrjum í Keiluhöllinni Öskjuhlíð. Þar mætast líka KFR-Afturgöngurnar og ÍFH-DK, ÍR-N og ÍR-BK. Í Egilshöllinni keppa hins vegar ÍR-TT og KFR-Skutlurnar, ÍR-Buff og ÍA. Sjá nánar í dagskrá
Mikil spenna var fyrir leik KFR-Valkyrja og ÍR-Buff í toppbaráttu 1. deildar kvenna sem fram fór í Egilshöllinni á mánudaginn. ÍR-Buff, sem eru handhafar deildarmeistaratitilsins síðustu 2 árin, náðu aðeins 4 stigum á móti KFR-Valkyrjum sem með því tryggðu sér titilinn í ár. KFR-Valkyrjur gerðu hins vegar þau mistök að tefla fram leikmanni sem ekki var á leikskýrslu í fyrsta leik viðureignarinnar. Málið var sent til aganefndar KLÍ og hefur nefndin nú birt úrskurð dags 10. apríl 2013 með úrskurðarorðunum „Skor Theódóru Ólafsdóttur í fyrsta leik KFR-Valkyrja og ÍR-Buff þann 8. apríl 2013 er fellt niður. Fyrsti leikur viðureignar KFR-Valkyrja og ÍR-BUFF fór 2-4 fyrir ÍR-BUFF en viðureignin í heild sinni 13-7 fyrir KFR-Valkyrjum.“ Önnur úrslit í 17. umferð voru þau að ÍR-TT fór upp á Skaga og tók 17 stig á móti ÍA á útivelli. Í Öskjuhlíðinni tók ÍR-BK 5 stig af KFR-Afturgöngunum þrátt fyrir að spila með blindan og ÍFH-DK tapaði 4 á móti 16 fyrir ÍR-KK. Í Egilshöllinni fór fram áðurnefndur leikur KFR-Valkyrja og ÍR-Buff og leikur KFR-Skutlanna og ÍR-N sem fór 12 – 8 fyrir Skutlurnar.
Úrslit leikja í 17. umferð sem fór fram mánudaginn 8 apríl 2013 voru eftirfarandi:
ÍA – ÍR-TT 3 – 17
ÍR-BK – KFR-Afturgöngurnar 5 – 15
ÍFH-DK – ÍR-KK 4 – 16
KFR-Valkyrjur – ÍR-Buff 13 – 7
KFR-Skutlurnar – ÍR-N 12 – 8
Staðan í 1. deild kvenna er nú þannig:
1. KFR-Valkyrjur 270,5
2. ÍR-TT 244,5
3. KFR-Afturgöngurnar 243,5
4. ÍR-Buff 221,0
5. ÍR-BK 186,0
6. KFR-Skutlurnar 154,0
7. ÍR-N 132,5
8. ÍR-KK 107,0
9. ÍA 75,5
10. ÍFH-DK 65,5
Elín Óskarsdóttir KFR-Valkyrjum er með töluverða yfirburði þegar litið er á hæsta meðaltal deildarinnar eða 184,3 að meðaltali í leik í 48 leikjum. Ástrós Pétursdóttir ÍR-Buff er með 175,8 að meðaltali í leik í 51 leik og þriðja er Dagný Edda Þórisdóttir KFR-Valkyrjum með 175,6 að meðaltali í 39 leikjum. Í keppninni um stigameistara deildarinnar er keppnin mjög hörð. Elín er nú aftur komin í efsta sætið með 0.833 stig, Ástrós er önnur með 0,824 stig að meðaltali í leik og síðan kemur Dagný Edda með 0,821 stig að meðaltali í leik. Elín er með hæsta fellumeðaltalið 4,17 að meðaltali í leik, Dagný Edda er með 4,03 og Ástrós er þriðja með 3,90. Hæstu seríur og hæstu leikir eru óbreyttir frá fyrri umferð. Linda Hrönn Magnúsdóttir ÍR-TT, Sigurlaug Jakobsdóttir ÍR-TT og Dagný Edda hafa allar spilað 246 sem er hæsti leikurinn í deildinni það sem af er vetri. Guðný Gunnarsdóttir ÍR-TT á hæstu seríuna 650, Elín kemur næst með 643 seríu og þriðja er Dagný Edda með 637 seríu.
Sjá nánar stöðuna í deildinni