Nú er keppni í deildum á Íslandsmóti liða í keilu hafin að nýju eftir tveggja vikna hlé og aðeins tveimur umferðum ólokið á keppnistímabilinu. Það er orðið ljóst hvaða fjögur lið keppa í úrslitakeppninni í 1. deild kvenna og KFR-Valkyrjur geta á morgun tryggt sér deildarmeistaratitilinn. Keppnin verður þó örugglega hörð á morgun þegar þær mæta ÍR-Buff í Egilshöllinni. KFR-Valkyrjur er nú með 257,5 stig, 19,5 stigum meira en KFR-Afturgöngurnar sem eru í 2. sæti með 228,5 stig. Aðeins munar einu stigi á Afturgöngunum og ÍR-TT sem eru í 3. sæti með 227,5 stig og keppnin um 2. sætið og heimaleikjaréttinn því enn tvísýn. ÍR-Buff kemur síðan í 4. sæti með 214 stig og öruggt sæti í úrslitum. Sjá nánar stöðuna í deildunum
Í 1. deild karla er ÍR-KLS með 16 stiga forystu á ÍR-PLS í 2. sæti og keppnin um deildarmeistaratitilinn hörð. ÍR-KLS er með 238 stig, en ÍR-PLS er með 222 stig. ÍA liðin koma í næstu tveimur sætum, ÍA með 213,5 stig og ÍA-W því sem næst búið að tryggja sér öruggt sæti í úrslitakeppninni með 187 stig. KR-A sem er í 5. sæti með 160,5 stig og KFR-Lærlingar í 6. sæti með 155 stig, eiga þó enn möguleika á að blanda sér í keppnina. Enn er óvíst hvaða tvö lið falla í 2. deild karla, en eins og staðan eru ÍR-L, KFR-Stormsveitin og KFR-JP-kast í neðstu sætunum.
Í 2. deild karla eru ÍR-Broskarlarnir búnir að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni með 286 stig í efsta sæti A riðils, en baráttan um 2. sætið er ennþá hörð. Þór Akureyri er í 2. sæti með 270,5 stig, ÍR-Naddóður er í 3. sæti með 251,5 stig og ÍR-A er í 4. sæti með 242 stig. KR-B eru löngu búnir að tryggja sér efsta sætið í B riðli deildarinnar með fáheyrðum yfirburðum eða 319,5 stig og 89 pinna forskot á næsta lið, ÍR-Blikk sem er í 2. sæti með 230,5 stig og er einnig öruggt í úrslitin. ÍR-NAS er í 3. sæti með 205,5 stig og síðan kemur ÍR-T í 4. sæti með 179,5.
Sjá nánar stöðuna í deildunum
Í 17. umferð 1. deildar kvenna sem fer fram mánudaginn 8. apríl tekur ÍA á móti ÍR-TT í Keilusalnum á Akranesi. ÍR-BK og KFR-Afturgöngurnar, ÍFH-DK og ÍR-KK mætast í Öskjuhlíð, en KFR-Valkyrjur og ÍR-Buff, KFR-Skutlurnar og ÍR-N eigast við í Egilshöllinni. Í 18. og síðustu umferð sem fer fram laugardaginn 13. apríl tekur ÍR-KK á móti KFR-Valkyrjum í Keiluhöllinni Öskjuhlíð. Þar mætast líka KFR-Afturgöngurnar og ÍFH-DK, ÍR-N og ÍR-BK. Í Egilshöllinni keppa hins vegar ÍR-TT og KFR-Skutlurnar, ÍR-Buff og ÍA.
Í 17. umferð 1. deildar karla sem fer fram sunnudaginn 7. apríl og þriðjudaginn 9. apríl tekur ÍA á móti KR-A á Skaganum, KR-C tekur á móti ÍR-L í Öskjuhlíðinni, en í Egilshöllinni mætast ÍR-KLS og KFR-JP-kast, KFR-Lærlingar og KFR-Stormsveitin, ÍR-PLS og ÍA-W. Í 18. og síðustu umferð sem fer fram laugardaginn 13. apríl tekur ÍR-L á móti ÍA í Öskjuhlíðinni, ÍA-W tekur á móti KFR-Lærlingum á Skaganum, en í Egilshöllinni mætast KFR-Stormsveitin og KR-C, KR-A og ÍR-KLS og KFR-JP-kast og ÍR-PLS.
Í 20. umferð 2. deildar karla tekur KFR-KP-G á móti Þór í Keiluhöllinni Öskjuhlíð laugardaginn 6. apríl og mánudaginn 8. apríl mætast síðan ÍR-Naddóður og ÍR-A, ÍR-Broskarlar og KFR-B, og ÍR-Keila.is og ÍFH-A í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð. ÍA-B tekur á móti KR-B í Keilusalnum á Akranesi sunnudaginn 7. apríl og þriðjudaginn 9. apríl keppa ÍFH-D og ÍR-NAS, ÍR-Blikk og KFR-Þröstur í Öskjuhlíðinni, en í Egilshöllinni mætast ÍR-G og ÍR-T. Í 21. og síðustu umferð sem fer fram laugardaginn 13. apríl tekur ÍFH-A á móti KFR-KP-G í Öskjuhlíðinni, Þór tekur á móti ÍR-Naddóði í Keilunni á Akureyri og KFR-B og ÍR-Keila.is og ÍR-A og ÍR-Broskarlar mætast í Egilshöllinni. Í B riðli mætast í Öskjuhlíðinni KR-B og ÍFH-DK, ÍR-NAS og ÍR-G, ÍR-T og ÍR-Blikk og KFR-Þröstur og ÍA-B.
Sjá nánar dagskrá