Meistarakeppni ungmenna 5. umferð

Facebook
Twitter

Fimmta og síðasta umferðin í Meistarakeppni ungmenna fer fram í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð laugardaginn 6. apríl n.k. og hefst keppni kl. 9:00. Í mótinu hafa keppnisrétt öll börn og ungmenni, 20 ára og yngri sem æfa hjá keilufélögunum og er skráning í mótið hjá þjálfurum félaganna.

Staða efstu keppenda í hverjum flokki er nú þannig:

1. flokkur pilta
Guðlaugur Valgeirsson KFR 42 stig
Andri Þór Göthe ÍR 34,5 stig
Einar S. Sigurðsson 29,5 stig

2. flokkur stúlkna
Katrín Fjóla Bragadóttir ÍR 46 stig
Hafdís Pála Jónasdóttir KFR 42 stig
Natalía G. Jónsdóttir ÍA 24 stig

2. flokkur pilta
Guðmundur Ingi Jónsson ÍR 41 stig
Andri Freyr Jónsson KFR 39 stig
Hlynur Örn Ómarsson ÍR 28 stig

3. flokkur stúlkna
Jóhanna Guðjónsdóttir ÍA 46 stig
Birgitta Ýr Bjarkadóttir ÍR 31 stig
Sunneva Sól Sigurðardóttir ÍR 30 stig

3. flokkur pilta
Gunnar Ingi Guðjónsson ÍA 45 stig
Jökull Byron Magnússon KFR 38 stig
Bergþór Ingi Birgisson KFR 26 stig

4. flokkur stúlkna
Elva Rós Hannesdóttir ÍR 46 stig
Nótt Benediktsdóttir ÍR 30 stig
Karen Dögg Jónsdóttir ÍR 16 stig

4. flokkur pilta
Ágúst Stefánsson ÍR 36 stig
Arnar Daði Sigurðsson ÍA 36 stig
Steindór Máni Björnsson ÍR 32,5 stig

Sjá leiki í 4. umferð og nánar um stöðuna í Meistarakeppni ungmenna

Olíuburðurinn notaður er í Meistarakeppni ungmenna heitir Sofia 37 fet. Sjá nánar í regluferð um Meistarakeppni ungmenna

Keppni í Meistarakeppni ungmenna í keilu fer fram u.þ.b. mánaðarlega yfir veturinn, sjá leikdaga í dagskrá og keppt er í fjórum aldursflokkum:
1. flokkur 18 – 19 – 20 ára
2. flokkur 15 – 16 – 17 ára
3. flokkur 12 – 13 – 14 ára
4. flokkur 9 – 10 – 11 ára

Raðað er í sæti eftir heildarskori í hverjum flokki í hverri umferð. Stig eru gefin fyrir öll sæti í hvert skipti. Stigagjöf er eftirfarandi:
1. sæti hlýtur 12 stig
2. sæti hlýtur 10 stig
3. sæti hlýtur 8 stig
4. sæti hlýtur 7 stig
5. sæti hlýtur 6 stig
6. sæti hlýtur 5 stig
7. sæti hlýtur 4 stig
8. sæti hlýtur 3 stig
9. sæti hlýtur 2 stig
10. sæti og neðar hlýtur 1 stig

Nýjustu fréttirnar