Á morgun, föstudaginn 29. mars hefst einstaklingakeppni pilta á Evrópumóti unglinga í keilu 2013 og einstaklingskeppni stúlkna fer síðan fram á laugardaginn 30. mars. Keppendum er skipt í tvo hópa báða dagana og hefur fyrri hópurinn keppni kl. 9:00 að staðartíma (kl. 8:00 að íslenskum tíma) og seinni hópurinn hefur keppni kl. 13:15 (kl. 12:15 að íslenskum tíma). Aron Benteinsson ÍA og Andri Freyr Jónsson KFR spila með fyrri hópnum á morgun og Guðmundur Ingi Jónsson ÍR og Hlynur Örn Ómarsson ÍR spila með seinni hópnum. Hafdís Pála Jónasdóttir KFR og Katrín Fjóla Bragadóttir ÍR spila síðan með seinni hópnum á laugardag.
Sjá nánar á heimasíðu mótsins