Þegar tveimur umferðum er ólokið í keppninni í 2. deild karla á Íslandsmóti liða eru ÍR-Broskarlarnir því sem næst búnir að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni með 286 stig í efsta sæti A riðils, en Þór Akureyri er í 2. sæti með 270,5 stig, ÍR-Naddóður kemur síðan í 3. sæti með 251,5 stig og ÍR-A er í 4. sæti með 242 stig.
KR-B eru löngu búnir að tryggja sér efsta sætið í B riðli deildarinnar með fáheyrðum yfirburðum eða 319,5 stig og 89 pinna forskot á næsta lið, ÍR-Blikk sem er í 2. sæti með 230,5 stig. ÍR-NAS er í 3. sæti með 205,5 stig og síðan kemur ÍR-T í 4. sæti með 179,5.
Í 19. umferð A riðils tók Þór á móti ÍFH-A í Keilunni á Akureyri og fór leikurinn 20 – 0 fyrir Akureyrarliðið. ÍR-Broskarlar unnu ÍR-Keila.is 17 – 3 í Öskjuhlíðinni. En í Egilshöllinni tapaði KFR-B o2 – 18 fyrir ÍR-Naddóði og ÍR-A vann KFR-KP-G 14 – 6. Í B riðli fóru 3 viðureignir fram í Öskjuhlíðinni. ÍR-Blikk tapaði 7 – 13 fyrir ÍR-NAS, ÍFH-D vann ÍA-B 16 – 4 og ÍR-T vann KFR-Þresti 11 – 9. Í Egilshöllinni tapaði ÍR-G 3 – 17 fyrir toppliðinu KR-B.
Úrslit leikja 19. umferðar sem fóru fram mánudaginn 18 og þriðjudaginn 19. mars 2013 voru eftirfarandi:
Þór – ÍFH-A 20 – 0
ÍR-Broskarlar – ÍR-Keila.is 17 – 3
KFR-B – ÍR-Naddóður 2 – 18
ÍR-A – KFR-KP-G 14 – 6
ÍR-Blikk – ÍR-NAS 7 – 13
ÍFH-D – ÍA-B 16 – 4
ÍR-T – KFR-Þröstur 11 – 9
ÍR-G – KR-B 3 – 17
Staðan í A riðli 2. deildar karla er þannig:
1. ÍR-Broskarlar 286 stig
2. Þór 270,5 stig
3. ÍR-Naddóður 251,5 stig
4. ÍR-A 242 stig
5. ÍR-Keila.is 171 stig
6. KFR-KP-G 155 stig
7. KFR-B 95,5 stig
8. ÍFH-A 48,5 stig
Staðan í B riðli 2. deildar karla er þannig:
1. KR-B 319,5 stig
2. ÍR-Blikk 230,5 stig
3. ÍR-NAS 205,5 stig
4. ÍR-T 179,5 stig
5. KFR-Þröstur 172,5 stig
6. ÍFH-D 146 stig
7. ÍR-G 138 stig
8. ÍA-B 125,5 stig
Stefán Þór Jónsson ÍR-Broskörlum er með hæsta meðaltal í deildinni eða 193,0 að meðaltali í leik í 30 leikjum. Sigurður Valur Sverrisson KFR-Þröstum kemur næstur með 187,6 að meðaltali í leik að loknum 21 leik og Magnús Reynisson KR-B kemur þriðji með 177,1 að meðaltali í 56 leikjum. Guðmundur Freyr Aðalsteinsson Þór er efstur í stigakeppninni með 0,875 unnin stig að meðaltali í leik, Matthías Helgi Júlíusson KR-B kemur næstur með 0,853 stig að meðaltali og síðan kemur Ingi Már Gunnarsson ÍR-Naddóði með 0,842. Stefán Þór er með hæsta fellumeðaltal deildarinnar 470 að meðaltali í leik, Ingólfur Ómar Valdimarsson Þór kemur næstur með 4.37 og síðan kemur Sigurður Valur með með 4.19 fellur að meðaltali í leik. Matthías Helgi hefur spilað hæsta leik í deildinni í vetur 267, næstur kemur Stefán Þór með 257 og síðan Sigurður Valur með 255. Stefán Þór hefur spilað hæstu seríu vetrarins 690, Ólafur Guðmundsson KR-B kemur næstur með 650 og Gunnar Þór Gunnarsson í Þór hefur spilaði 649. Sjá nánar stöðuna í deildunum
Nú verður tekið tveggja vikna hlé á keppni í deildum, en síðasta umferð í 2. deild karla fer fram dagana 6. – 9. apríl og síðasta umferðin fer fram laugardaginn 13. apríl. Í 20. umferð tekur KFR-KP-G á móti Þór í Keiluhöllinni Öskjuhlíð laugardaginn 6. apríl og mánudaginn 8. apríl mætast síðan ÍR-Naddóður og ÍR-A, ÍR-Broskarlar og KFR-B, og ÍR-Keila.is og ÍFH-A í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð. ÍA-B tekur á móti KR-B í Keilusalnum á Akranesi sunnudaginn 7. apríl og þriðjudaginn 9. apríl keppa ÍFH-D og ÍR-NAS, ÍR-Blikk og KFR-Þröstur í Öskjuhlíðinni, en í Egilshöllinni mætast ÍR-G og ÍR-T. Í 21. og síðustu umferð sem fer fram laugardaginn 13. apríl tekur ÍFH-A á móti KFR-KP-G í Öskjuhlíðinni, Þór tekur á móti ÍR-Naddóði í Keilunni á Akureyri og KFR-B og ÍR-Keila.is og ÍR-A og ÍR-Broskarlar mætast í Egilshöllinni. Í B riðli mætast í Öskjuhlíðinni KR-B og ÍFH-DK, ÍR-NAS og ÍR-G, ÍR-T og ÍR-Blikk og KFR-Þröstur og ÍA-B. Sjá nánar dagskrá