Þegar aðeins tveimur umferðum er ólokið á keppnistímabilinu á Íslandsmóti liða eru KFR-Valkyrjur því sem næst búnar að tryggja sér deildarmeistaratitilinn í 1. deild kvenna. Þær eru nú með 257,5 stig og 19,5 stigum meira en KFR-Afturgöngurnar sem eru í 2. sæti með 228,5 stig. Aðeins einu stigi munar á Afturgöngunum og ÍR-TT sem eru í 3. sæti með 227,5 stig og keppnin um 2. sætið því enn tvísýn. ÍR-Buff kemur síðan í 4. sæti með 214 stig, en ÍR-BK er í 5. sæti með 181 stig og ljóst að það verða sömu lið í úrslitakeppninni og undanfarin ár.
Í 16. umferð fór ÍR-TT í Öskjuhlíðina og tóku 20 stig á móti ÍR-BK á útivelli og gerðu með því endanlega út um vonir þeirra um sæti í úrslitakepnninni. Þar áttust einnig við ÍR-N og ÍFH-DK 16 – 4, en ÍR-KK tók 2,5 stig af KFR-Afturgöngunum. Í Egilshöllinni tóku KFR-Valkyrjur á móti ÍA og unnu 19 – 1 og ÍR-Buff vann KFR-Skutlurnar 14 – 6.
Úrslit leikja í 16. umferð sem fór fram mánudaginn 18. mars 2013 voru eftirfarandi:
ÍR-BK – ÍR-TT 0 – 20
ÍFH-DK – ÍR-N 4 – 16
ÍR-KK – KFR-Afturgöngurnar 2,5 – 17,5
KFR-Valkyrjur – ÍA 19 – 1
KFR-Skutlurnar – ÍR-Buff 6 – 14
Staðan í 1. deild kvenna er þannig:
1. KFR-Valkyrjur 257,5
2. KFR-Afturgöngurnar 228,5
3. ÍR-TT 227,5
4. ÍR-Buff 214,0
5. ÍR-BK 181,0
6. KFR-Skutlurnar 142,0
7. ÍR-N 124,5
8. ÍR-KK 91,0
9. ÍA 72,5
10. ÍFH-DK 61,5
Elín Óskarsdóttir KFR-Valkyrjum er með hæsta meðaltal deildarinnar 183,1 að meðaltali í leik í 45 leikjum. Ástrós Pétursdóttir ÍR-Buff er með 176,5 að meðaltali í leik í 48 leikjum og þriðja er Dagný Edda Þórisdóttir KFR-Valkyrjum með 175,5 að meðaltali í 36 leikjum. Í keppninni um stigameistara deildarinnar er keppnin mjög hörð, Ástrós er búin að enduheimta efsta sætið með 0,854 stig að meðaltali í leik, Dagný Edda er önnur með 0,833 stig og síðan kemur Elín með 0,822 stig að meðaltali í leik. Elín er komin með hæsta fellumeðaltalið 4,04 að meðaltali í leik, Dagný Edda er með 4,00 og Ástrós er þriðja með 3,94. Linda Hrönn Magnúsdóttir ÍR-TT, Sigurlaug Jakobsdóttir ÍR-TT og Dagný Edda hafa allar spilað 246 sem er hæsti leikurinn í deildinni það sem af er vetri. Guðný Gunnarsdóttir ÍR-TT á hæstu seríuna 650, Elín kemur næst með 643 seríu og þriðja er Dagný Edda með 637 seríu.
Sjá nánar stöðuna í deildinni
Nú verður tekið tveggja vikna hlé á keppni í deildum, en tvær síðustu umferðirnar fara fram mánudaginn 8. apríl og laugardaginn 13. apríl. Í 17. umferð sem fer fram mánudaginn 8. apríl tekur ÍA á móti ÍR-TT í Keilusalnum á Akranesi. ÍR-BK og KFR-Afturgöngurnar, ÍFH-DK og ÍR-KK mætast í Öskjuhlíð, en KFR-Valkyrjur og ÍR-Buff, KFR-Skutlurnar og ÍR-N eigast við í Egilshöllinni. Í 18. og síðustu umferð sem fer fram laugardaginn 13. apríl tekur ÍR-Kk á móti KFR-Valkyrjum í Keiluhöllinni Öskjuhlíð. Þar mætast líka KFR-Afturgöngurnar og ÍFH-DK, ÍR-N og ÍR-BK. Í Egilshöllinni keppa hins vegar ÍR-TT og KFR-Skutlurnar, ÍR-Buff og ÍA. Sjá nánar í dagskrá